Hvernig viltu hafa kjötið þitt? Áhugaverður opinn fundur á Hvanneyri

20.11.2017

Þann 14. nóvember síðastliðinn úrskurðaði EFTA dómstóllinn að íslenskum yfirvöldum væri óheimilt að banna innflutning á fersku kjöti og eggjum og afurðum úr ógerilsneyddri mjólk frá Evrópu til Íslands.  Ljóst er að þessi dómur mun hafa veruleg áhrif á íslenskan landbúnað. 

Landbúnaðarháskóli Íslands (Lbhí) og Bændasamtök Íslands (BÍ) bjóða til opins fundar á Hvanneyri föstudaginn 24. nóvember kl. 14:00 - 16:30 í Ásgarði.

Mikilvægt er að umræða um þetta mál byggist á faglegum grunni. Því boða LbhÍ og BÍ til opins fundar til að fjalla um niðurstöður dómsins og hugsanleg áhrif hans. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi í fundarhléi.

Hvernig viltu hafa kjötið þitt?   

Opinn fundur Lbhí og BÍ á Hvanneyri í tilefni af dómi EFTA dómstólsins um innflutning á fersku kjöti og eggjum og afurðum úr ógerilsneyddri mjólk.

  • 14:00 – 14:10    Setning – Sæmundur Sveinsson rektor LbhÍ
  • 14:10 – 14:30    Innflutningur á ferskum landbúnaðarafurðum til Íslands – staðan og horfur - Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ
  • 14:30 – 14:50    Innflutningseftirlit – hlutverk MAST og mismunur á eftirliti eftir uppruna innflutnings  – Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun 
  • 14:50 – 15:10    Kaffihlé
  • 15:10 – 15:30    Smitsjúkdómar sem geta borist með innfluttum ferskum landbúnaðarafurðum – Vilhjálmur Svansson dýralæknir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum
  • 15:30 – 15:50    Lýðheilsa – áhrif á heilbrigði manna og dýra – Karl G. Kristinsson yfirlæknir  Sýklafræðideildar Landspítalans
  • 15:50 – 16:30    Umræður og fyrirspurnir

Nánari upplýsingar má fá hjá Lbhí.


Fréttir