• Food

Hvernig munu loftslagsbreytingar og breytingar í hegðun neytenda/ferðamanna hafa áhrif á mat í ferðaþjónustu í framtíðinni?

12.3.2021

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í kynningarfundinum þá er hér skráningahlekkur. Þeim sem taka þátt í kynningarfundinum er svo boðið á sérstaka vinnustofu þar sem frekar verður unnið með tækifæri Íslands þegar kemur að mat í ferðaþjónustu. 

  • Opinn kynningarfundur á norræna verkefninu Nordic Food in Tourism (Staðbundinn matur í ferðaþjónustu framtíðarinnar) - Tækifæri fyrir Ísland
  • Þriðjudaginn 16.mars kl 10:00-11:30 á Zoom


  • Vinnustofa með hagaðilum – Kortlagning og forgangsröðun verkefna
  • Miðvikudaginn 24.mars kl 10:00 – 11:30 á Zoom

Markmið verkefnisins er að undirbúa ferðaþjónustu og matvælageirann undir þær breytingar sem má vænta á Norðurlöndum vegna loftslagsáhrifa, neysluhegðunar og væntinga ferðamanna. Búið er að vinna framtíðargreiningu og draga saman ályktanir um mikilvægi staðbundins matar í ferðaþjónustu framtíðarinnar. Nýtt upphaf opnar möguleika á nýjum aðferðum til að koma Íslandi rækilega á kortið. Matur, gæði og nýskapandi framsetning og kynning er klárlega ein aðferð til að kanna betur.

Verkefnið er unnið undir hatti Norrænu ráðherranefndarinnar en það eru Íslenski ferðaklasinn, Matís og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem fara með framkvæmd þess. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest því við trúum því að tækifærin fyrir Ísland þegar kemur að því að skapa heildarupplifun matar í ferðaþjónustu er enn óplægður akur og af mörgu að taka.


Fréttir