Fundur um Hringrásar-hagkerfið (e. circular economy)

13.5.2019

Þriðjudaginn 14. maí kl. 8.30-10 verður haldinn fundur um Hringrásarkerfið í Húsi atvinnulífsins. Avanto Ventures, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Matís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að fundinum.

Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja sóun með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun með sjálfbærni að leiðarljósi.

Ný viðskiptalíkön deilihagkerfisins eru að verða sífellt algengari þar sem fremur er byggt á samnýtingu en eignarhaldi. Sterkir innviðir Norðurlandanna gera þeim kleift að leiða þessa byltingu.

Á fundinum verða kynntir möguleikar íslenskra fyrirtækja til þátttöku í verkefnum sem styðja þessa þróun og skapa þeim þannig samkeppnisforskot með bættri skilvirkni og auknum útflutningstækifærum.

DAGSKRÁ

8.30 Samtök iðnaðarins bjóða fundargesti velkomna.

8.35 Nordic Innovation kynnir samnorræn verkefni sem stofnunin styrkir, með áherslu á þróun sjálfbærra hringrásarlausna og viðskiptalíkan fyrirtækja.

Marthe Haugland, Anna-Maija Sunnanmark og Elís Benediktsson, nýsköpunarráðgjafar.

8.45 Avanto Ventures kynnir norræna LOOP Ventures samstarfsverkefnið (www.circulareconomyloop.com) og gefur dæmi um hnitmiðað samstarf sprotafyrirtækja og stærri fyrirtækja er varða prófanir á nýjum lausnum gagnvart neytendum.

Moona Pohjola, Corporate Venturing Lead, og Irina Blomqvist, Head of Innovation Ecosystems

9.30 Nokkur íslensk fyrirtæki úr mismunandi geirum segja frá sinni reynslu af breyttum viðskiptaháttum, aðlöguðum framleiðsluferlum og öðrum lausnum sem þau hafa þróað – og hvað þetta hefur þýtt fyrir reksturinn.

10.00 Fundi lýkur. Möguleiki gefst á stuttum fundum milli einstakra fyrirtækja og Avanto Ventures og Nordic Innovation í beinu framhaldi. Þar má, án skuldbindinga, ræða hugmyndir og þarfir fyrirtækisins, ásamt mögulegri aðstoðað við framkvæmd.

Bóka má fundi fyrirfram (á bilinu 10-18 sama dag) með því að senda tölvupóst á Elís Benediktsson (eb@nordicinnovation.org) eða á staðnum beint eftir morgunfundinn.

Kynningarnar verða haldnar á ensku og íslensku.

Ljósmynd:  Shutterstock.com

Skráning á fundinn

 


Fréttir