Fundur hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi - MareFrame

30.10.2015

Nú rétt í þessu lauk fundi í MareFrame verkefninu. Fundurinn var með íslenskum hagsmunaaðilum, þversniði af þeim hagsmunaaðilum sem fiskveiðistjórnun hefur áhrif á. 

Matís, Háskóli Íslands og Hafrannsóknarstofnun eru þátttakendur í evrópska rannsóknar- og þróunarverkefninu MareFrame (http://www.mareframe.eu).

Meðal markmiða MareFrame er að þróa og nýta vistkerfislíkön til að aðstoða við ákvarðanatöku þegar kemur að stjórn fiskveiða.

Mikilvægur þáttur í þessu ferli er að taka tillit til áherslna og skoðana mismunandi hagsmunaaðila við gerð líkananna og við ákvarðanatökuna. Þarf þar að huga jafnt að líffræðilegum-, vistfræðilegum-, efnahagslegum- og félagslegum áhrifaþáttum.

Á fundinum var MareFrame kynnt og sú vinna sem fram hefur farið í verkefninu hér á landi.

Nánari upplýsingar um MareFrame verkefni má finna á heimasíðu verkefnisins og heimasíðu Matís.

 


Fréttir