European Sensory Network

6.10.2015

Matís skipuleggur fund European Sensory Network (ESN), sem eru samtök sérfræðinga á sviði skynmats og neytendarannsókna, 8. og 9. október nk. á Grand Hótel Reykjavik. Á fundinum, sem er lokaður og hefur fyrirtækjum í matvælaframleiðslu verið boðið til fundarins, verður lögð áhersla á framvindu og niðurstöður nýjustu rannsókna sem samtökin hafa komið að. 

European Sensory Network (ESN) er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnanna og fyrirtækja sem eru leiðandi á sviði skynmats og neytendarannsókna. ESN var stofnað 1989 til að koma til móts við hraða þróun á sviði skynmats í Evrópu. Í dag eru 26 rannsóknastofnanir og fyrirtæki aðilar að ESN og fjögur utan Evrópu. ESN er í fararbroddi í rannsóknum á sviði skynmats og neytenda og heldur alþjóðlegar ráðstefnur og miðlar nýrri aðferðafræði. ESN veitir ráðgjöf er varðar skynmat, markaðsrannsóknir, framkvæmd skynmats og neytendarannsókna, uppsetningu verkefna, úrvinnslu og túlkun, sem og spurningar er varða hegðun og upplifun neytenda.

Nánari upplýsingar um ESN má finna á heimasíðu samstarfsnetsins.


Fréttir