• Arsenic

Er arsen til vandræða?

3.10.2015

Undanfarna daga og vikur hefur verið nokkuð hávær umræða um arsen (e. arsenic) og mögulega skaðsemi efnisins. Sitt sýnist hverjum um þetta efni sem finnst í sumum matvælum og í mismiklu magni. Livsmedelsverket (systurstofnun Matvælastofnunar) þykir ástæða til að neytendur takmarki neyslu á hrísgrjónum og afurðum úr hrísgrjónum og gáfu út ráðleggingar í þá veru í síðustu viku.

Matvælastofnun hefur niðurstöður Livsmedelsverket nú til skoðunar skv. frétt á vef stofnunarinnar, www.mast.is .

En hvað er arsen? Veistu eitthvað um þetta efni? Ef ekki, viltu vita meira? Kíktu á þetta upplýsingamyndband um arsen (á ensku).

Arsen - úlfur í sauðagæru?


Fréttir