EFSA leggur til lækkun viðmiðunargildis díoxína í matvælum

21.11.2018

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur kynnt nýtt vísindaálit um hættu fyrir menn og dýr vegna díoxíns og díoxínlíkra PCB-efna í matvælum og fóðri. Hætta getur stafað af þessum efnum í matvælum skv. álitinu og leggur EFSA til sjöfalda lækkun viðmiðunargilda á grundvelli nýrra rannsókna en frétt þess efnis birtist í dag á vef Matvælastofnunar (www.mats.is).

EFSA leggur til að lækka viðmiðunargildi fyrir ásættanlega inntöku díoxína og díoxínlíkra PCB-efna í 2 pg*TEQ** á kg líkamsþunga á viku, en núverandi gildi er 14 pg TEQ á kg líkamsþunga á viku. Ásættanleg vikuleg inntaka er það magn af efnunum sem við megum innbyrða vikulega, allt lífið, án þess að bera heilsuskaða af.

NÁNAR


Fréttir