Bændamarkaðurinn Hofsósi

20.7.2018

Markaðurinn verður næst opinn í Pakkhúsinu laugardaginn 28. júlí kl. 13-16.

Bændamarkaðurinn Hofsósi í hinu sögulega Pakkhúsi Hofsósi var opinn síðastliðinn laugardag, 14. júlí, með ýmislegt góðgæti beint frá býli, lambakjöt, nautakjöt, geitakjöt, reykt kjöt, grafið kjöt, grænmeti, sumarblóm, afskornar rósir, siginn fisk, harðfisk, hákarl, kornhænuegg, andaregg, hænuegg, hunang, smyrsl og krem og fleira.

Markaðurinn var vel sóttur og kom fólk langt að til að ná í afurðir beint frá bændum og framleiðendum Skagafjarðar.

Verið velkomin!   


Fréttir