Aukin þekking á loðnu og dreifingu hennar

3.12.2018

Nýtt verkefni er nú rétt nýhafið hjá Hafrannsóknastofnun og Matís. Verkefnið nefnist eCAP og snýr að því að rekja loðnu með umhverfis erfðagreininum (eDNA).

eCAP miðar að því að nota DNA sem finnst í umhverfinu (hafinu) til að finna og rekja loðnu til að auka þekkingu á breyttri dreifingu hennar og til að bæta stofnstærðarmat og fiskveiðar á íslenskum hafsvæðum. Það mun gagnast íslenskum sjávarútvegi, veita nýjar og betri aðferðir við mat á stofnstærð og hjálpa til við að meta heildar leyfilegan afla. Einnig mun eCAP leiða til minni kolefnislosunar hjá íslenska flotanum þar sem reikna má með því að sigla þurfi minna í leit að loðnunni, ef markmið verkefnisins nást.  

Hafrannsóknastofnun, Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, stýrir verkefninu.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Mynd/picture: Shutterstock | Id. 111107980


Fréttir


Tengiliður