Fréttasafn: 2021 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Screenshot-2021-02-04-at-13.57.05

Hefur þú áhuga á að vinna spennandi meistaranámsverkefni í matvælafræði eða næringarfræði? - 4.2.2021

Matís leiðir nýtt verkefni um bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, sem styrkt er af Matvælasjóði til eins árs.

Kynning á styrkjum og möguleikum sjóðakerfis og stuðningi þess við rannsóknir og nýsköpun í matvælaiðnaði - 2.2.2021

Á fimmtudaginn, 4. febrúar, fer fram sérstök kynning í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi á styrkjum og möguleikum sjóðakerfis í tengslum við rannsóknir og nýsköpun í matvælaiðnaði.

Sjor-KristinEdda_IMG_3167-minni

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2020 - 2.2.2021

Nú liggja fyrir niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs fyrir árið 2020. Kerfisbundin vöktun hefur staðið yfir, með hléum, frá árinu 2003 og Matís ohf. Sér um gagnasöfnun og útgáfu á skýrslum vegna hennar. 

ECap-mynd

Matís og Hafrannsóknastofnun þróa nýjar aðferðir til loðnuleitar - 1.2.2021

eCAP – Loðnuleit með umhverfiserfðaefni (eDNA) er samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar og Matís sem miðar að þróun nýrra erfðafræðilegra aðferða til loðnuleitar. Undanfarin þrjú ár hefur gengið illa að finna loðnu í nægu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta. Talið er að umhverfisbreytingar í hafinu við Ísland valdi því að loðnan virðist nú hafa aðra dreifingu og fæðufar en áður.

Oll-faedubotaefni

Matarsmiðjan - 28.1.2021

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Tveir þeirra frumkvöðla sem hófu starfsemi sína í Matarsmiðjunni eru Hrönn Margrét Magnúsdóttir og Kristín Ýr Pétursdóttir hjá Feel Iceland

Smarttags_logo_1611670804328

Snjallmerki á matvælum - 26.1.2021

Nýlega lauk rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu Snjallmerki (e. Smart Tags) sem Matís tók þátt í ásamt fjölda stofnana og fyrirtækja víðsvegar að í Evrópu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og var ætlað að greina tækifæri sem skapast með snjallmerkjum til að miðla upplýsingum til neytenda. Snjallmerki eru merkingar sem geta geymt og miðlað upplýsingum sem hefðbundnar merkingar geta ekki t.d. með því að breyta um lit, gefa upplýsingar um hitastig vörunnar, miðla rekjanleikaupplýsingum og/eða vísa á heimasíður sem geyma upplýsingar sem eru einstakar fyrir einstaka vöru eða vörulotu. Hér á eftir er stiklað á stóru á því sem gert var í verkefninu, hverjar helstu niðurstöður voru og hvernig þær muni nýtast í nánustu framtíð fyrir neytendur og matvælaframleiðendur, eða til frekari rannsókna.

Frystihus_small_-Larus_Karl_Ingvarsson_A129257

Margnota umbúðir ekki endilega umhverfisvænni - 25.1.2021

Þessa dagana er unnið úr niðurstöðum verkefnisins „Vistferilsgreining umbúða fyrir ferskar fiskafurðir“. Verkefnið var unnið af nemendum í umhverfis- og auðlindafræði í samstarfi við Háskóla Íslands, Matís og Sæplast. 

Astrik

Matarsmiðjan - 14.1.2021

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Einn þeirra frumkvöðla sem unnið hafa að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni er Ásthildur Björgvinsdóttir hjá Ástrík Gourmet Poppkorn.

Orkidea-logo

Nýr vettvangur fyrir nýsköpun og rannsóknir á Suðurlandi - 11.1.2021

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Síða 2 af 2

Fréttir