Fréttasafn: desember 2020
Fyrirsagnalisti
Góð vika fyrir íslenska matvælaframleiðslu og samstarfsaðila Matís
Síðasta vika reyndist íslenskum matvælaframleiðendum og samstarfsaðilum Matís vel, en tólf verkefni sem Matís kemur að hlutu styrk úr Matvælasjóði þegar sjóðurinn tilkynnti sína fyrstu úthlutun. Nokkrum dögum fyrr hafði Rannís tilkynnt að samstarfsverkefni sem Matís leiðir hafi hlotið veglegan styrk úr Markáætlun um samfélagslegar áskoranir til að vinna að þróun sjálfbærs innlends áburðar. Einnig bárust fréttir af því að Rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun (H2020) hefði samþykkt fjármögnun á verkefni sem Matís tekur þátt í á sviði líftækni. Þessi frábæri árangur sýnir vel styrk og mikilvægi þess samstarfs sem Matís á í við fyrirtæki, stofnanir og frumkvöðla af öllum stærðum og gerðum, jafnt innan lands sem utan.

Matís auglýsir eftir mannauðsstjóra
Matís leitar að öflugum og fjölhæfum leiðtoga til að leiða mannauðsmál vinnustaðarins. Til að hlúa að og efla mannauðinn leitum við að einstaklingi sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur málaflokknum. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra.

Hraðvirk aðferð til auðkenningar fisktegunda
Vörusvik á sjávarfangi eru gríðarlegt vandamál um allan heim, en talið er að um þriðjungur alls fisks sem seldur er sé borinn fram undir fölsku flaggi. Tegundarsvik eru þar algengust, þar sem ódýrari tegundir eru seldar sem dýrari. Sem dæmi má nefna að þorski er gjarnan skipt út fyrir annan ódýrari hvítfisk til þess að auka gróða framleiðenda, dreifingaraðila, smásala eða veitingastaða, á sama tíma og neytendur eru blekktir. Enn fremur er algengt að uppþíddur fiskur sé seldur sem ferskur.

Hafa þörungar í fóðri nautgripa áhrif á kjötið og mjólkina sem frá þeim koma?
Verkefnið SeaCH4NGE leitast við að svara þessari spurningu.

Erfðagreining nautgripa -baráttan gegn matvælasvindli
Vörusvik í sölu matvæla eru gríðarlegt vandamál um allan heim, en slík viðskipti má flokka til glæpastarfsemi þar sem gróðavonin er mikil, en áhætta og viðurlög lítil fyrir þá einstaklinga sem iðjuna stunda. Árið 2013 komst upp um stórfellt misferli í Evrópu þar sem hrossakjöt var í stórum stíl selt sem nautakjöt í evrópskum stórmörkuðum.

Matís og samstarfsaðilar hljóta um 150 milljóna króna styrk úr Markáætlun
Markáætlun vegna samfélagslegra áskorana er nýr samkeppnissjóður á vegum stjórnvalda sem settur var á laggirnar fyrr á þessu ári. Háskólar, fyrirtæki og rannsóknastofnanir, sem vinna saman á ákveðnu fræðasviði eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana, geta sótt um styrki í hann.

Matarsmiðjan
Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.
Tveir þeirra frumkvöðla sem unnið hafa að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni eru Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson með framleiðslu á Bulsum.

Ungir neytendur vilja sjá matvælagildi sín endurspeglast í þeim matvörum sem þeir kaupa
Viðhorf ungs fólks til matvæla, þarfir og gildi þeirra eru ekki endilega þau sömu og þeirra sem eldri eru, en ungt fólk í dag eru neytendur framtíðarinnar.

North Atlantic Seafood Forum verður einn merkilegasti netviðburður í sjávarútvegi og fiskeldi ársins 2021
Í mars ár hvert, síðastliðin 15 ár, hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst til Bergen til að sitja ráðstefnu North Atlantic Seafood Forum (NASF).
- Fyrri síða
- Næsta síða
Fréttir
-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember