Fréttasafn: apríl 2020

Fyrirsagnalisti

Shutterstock_479459437

Snjall-merkingar á matvörum upplýsa neytendur - 27.4.2020

Á dögunum hófst nýtt EIT food verkefni undir nafninu „Smart Tags“. Markmið verkefnisins er að auka traust neytenda á matvælum og matvælakerfum með því að deila upplýsingum um virðiskeðjuna í gegnum allan lífsferil vörunnar. Verkefnið miðar að því að deila gagnvirkum upplýsingum með neytendum og birgjum með notkun svokallaðra snjall-merkinga eða snjall-merkja (Smart Tags). Tæknin býður upp á fjölmarga möguleika á sviði upplýsingagjafar, ásamt þróun á vöru og þjónustu. Með tilkomu tækninnar fær matvælaiðnaðurinn einnig öflugt tæki til að öðlast innsýn í þarfir neytenda og auðveldar því nýsköpun miðaða að þörfum neytenda. 

Gullkarfi | Sebastes marinus | Copyright www.fauna.is

Hver eru áhrif geymslu í frosti á gæði karfaafurða? - 21.4.2020

Nýlega lauk AVS verkefninu „Hámörkun gæða frosinna karfaafurða“ sem var samstarfsverkefni HB Granda/Brim, Matís og Háskóla Íslands. Í verkefninu voru könnuð áhrif frystigeymslu á gæði kafraafurða, sem og hver áhrif aldurs hráefnis og árstíða hefur á gæðin.

IMG_6140

Matís skoðar möguleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskeldi og sjávarútveg í ClimeFish verkefninu - 17.4.2020

Enn eitt rannsóknarverkefni Matís rann sitt skeið nú á dögunum þegar ClimeFish verkefnið kláraðist eftir fjögurra ára farsælt samstarf yfir 20 þátttakenda. Þetta umfangsmikla rannsóknarverkefni var unnið undir regnhlíf rannsókna- og nýsköpunaráætlunar Evrópu og var ætlað að skoða áhrif loftslagsbreytinga á fiskeldi og sjávarútveg í Evrópu og meta um leið aðlögunarhæfni, aðgerðir og skipulag aðlögunarvinnu.

Doktorsvarnir í matvælafræði - 16.4.2020

Stefán Þór Eysteinsson og Hildur Inga Sveinsdóttir munu verja doktorsritgerðir sínar í matvælafræði þann 29. og 30. apríl næstkomandi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Screenshot-2020-04-08-at-11.34.46

Fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi að íslenskri fyrirmynd - 8.4.2020

Nýverið kom út grein þar sem niðurstöður úr tilviksrannsókn Evrópuverkefnisins Mareframe eru kynntar, en í verkefninu var unnið að þróun fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og leiðir fundnar til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. 


Fréttir