Fréttasafn: nóvember 2019
Fyrirsagnalisti

Námskeið um gæði, meðhöndlun og skynmat á fiski í Tanzaníu
Matís tók þátt í að skipuleggja og halda námskeið um gæði, meðhöndlun og skynmat á fiski í Kigoma, Tanzaníu.

Vinningshafar Asksins 2019
Laugardaginn 23. nóvember var verðlaunafhending á Askinum 2019, Íslandsmeistarkeppni í matarhandverki, á Matarhátíð á Hvanneyri.

Bíll keyrður á eldsneyti framleiddu úr sjávarþangi
Matís er þáttakandi í verkefninu Macrofuels (H2020 #654010) sem nú er að renna sitt fjögurra ára skeið á enda. Verkefninu var ætlað að kanna fýsileika á nýtingu sjávarþangs til framleiðslu eldsneytis fyrir ökutæki og náði til allra þátta slíkrar framleiðslu: ræktunar þangs; geymslu; forvinnslu til losunar gerjanlegra sykra; gerjunar til framleiðslu líf-eldsneytis; og prófunar eldsneytis í bílvél.

Myndbandakeppni um plastmengun
Samnorræna verkefnið, NordMar Plastic , miðar að því að samræma aðferðir við vöktun og mælingar á plasti í umhverfinu, stuðla að fræðslu til almennings og útgáfu á kennsluefni fyrir börn og unglinga. Verkefnið auglýsir eftir myndböndum í myndbandakeppni þar sem umfjöllunarefnið er plastvandamál heimsins.

Nýtt Matís myndband - Stuðla íslenskir þörungar að minni mengun frá kúm?
Matís er að rannsaka hvort íslenskir þörungar geti dregið úr metanlosun frá kúm í verkefninu SeaCH4NGE sem styrkt er af EIT Food. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að notkun þörunga sem hluta fóðurs getur minnkað myndun metangass frá jórturdýrum. SeaCH4NGE rannsakar fjölbreytt úrval íslenskra þörunga og hvort þeir geti minnkað metan frá kúm. Þörungarnir eru bæði rannsakaðir á rannsóknastofum m.t.t. efnainnihalds og einnig til getu þeirra til að draga úr metangas myndun. Þeir þörungar sem koma best út á rannsóknarstofum verða síðan rannsakaðir áfram í fóðurtilraun með kúm.

Korn fyrir framtíðina
Í Landanum á RÚV var nýlega fjallað um kornrækt í Skagafirði. Upplýsingar frá Matís um möguleika kornsins til matvæla- og fóðurframleiðslu komu þar við sögu. Kornrækt á Íslandi gæti orðið mjög mikilvæg í framtíðinni ef fram fer sem horfir að loftslagsbreytingar geri kornframleiðslu erfiða á suðlægum slóðum og verðið á korni hækki. Þá mun þurfa að auka sjálfbærni með því að framleiða meira af matvælum og fóðri innanlands.

Framleiðsla nýrra próteina úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum
NextGenProteins er verkefni til 4ja ára og standa að því 21 samstarfsaðilar frá 10 Evrópulöndum, þar af fjórir þátttakendur frá Íslandi.

Saltfiskmáltíð á Selfossi varð að ferð til Barcelona
Fjölmargir Íslendingar, um allt land, nýttu tækifærið í Saltfiskvikunni, sem blásið var til fyrr í haust, og smökkuðu þessa einstöku afurða sem á sér svo marga aðdáendur víðsvegar um heim. Viðskiptavinir sem pöntuðu sér saltfiskrétt á einhverjum þeirra veitingastaða sem þátt tóku í átakinu voru sérstaklega hvattir til að birta mynd á Instagram, merkta myllumerkinu #saltfiskvika, en með því komust þeir í verðlaunapott sem dregið yrði úr.

Skráning á Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki lýkur í dag
Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, fer fram í nóvember. Skráningu líkur í dag, 4. nóvember, og keppendur skila keppnisvörum til Matís 19. nóvember. Dómarastörf og fagleg úttekt á keppnisvörunum fer fram hjá Matís dagana 20.-21. nóvember. Úrslit keppninnar og verðlaunaafhending verður tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00. Að keppninni standa Matís ohf í samstarfi við Matarauð Íslands. Samstarfsaðilar við verðlaunaafhendingu eru Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands.
- Fyrri síða
- Næsta síða
Fréttir
-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember