Fréttasafn: október 2019

Fyrirsagnalisti

Screenshot-2019-10-31-at-15.01.28

Ráðstefna um neyslubreytingar og matvælaframleiðslu - 31.10.2019

þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00-16.00 á Hótel Sögu.

Viggó Þór Marteinsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild - 28.10.2019

Af því tilefni bjóðum við til viðburðar þar sem fjallað verður um feril Viggós Þórs en rannsóknir hans hafa einkum beinst að mismunandi búsvæðum örvera; hvaða örverur eru til staðar, hvaðan þær koma, hvað þær eru að gera og hvernig.

Gengið hefur verið frá ráðningu forstjóra Matís ohf. - 25.10.2019

Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Matís ohf.

Málþing um örplast og lyfjaleifar í íslensku umhverfi - 25.10.2019

Plastrusl mengar höfin allt frá strandsjó til dýpstu hafdjúpa og er þessi mengun vaxandi vandamál. Á síðustu árum hefur sjónum einnig verið beint að umhverfisáhrifum lyfjanotkunar – hvernig lyfjaleifar berast út í umhverfið og dreifast, hvert magn þeirra er og áhrif.

Jonas2

Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar - 24.10.2019

Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, hélt fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar.

hvannalomb

Áhrifaþættir á gæði lambakjöts - 16.10.2019

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa á síðustu árum unnið saman að verkefnum um gæði íslensks lambakjöts. Rit LbhÍ nr. 120 Áhrifaþættir á gæði lambakjöts eftir þau Guðjón Þorkelsson, Emmu Eyþórsdóttur og Eyþór Einarsson, er komið út. Ritið fjallar um niðurstöður rannsóknaverkefnis um áhrif meðferðar og kynbóta á gæði íslensks lambakjöt en verkefni var unnið í samvinnu Matís, LbhÍ og RML.

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA - 10.10.2019

Ráðstefnan MOBeDNA (monitoring biodiversity using eDNA) var haldin í sal Hafrannsóknastofnunar 2.-3. október sl.

Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði og rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika fiska, smáþörunga og annara lífvera í sjó og fersku vatni. 

Matís hannar reykaðstöðu fyrir fisk í Síerra Leóne - 8.10.2019

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þórðarson, sem staddur er í Síerra Leóne, vígði í dag reykaðstöðu í Tombo, sem Matís hefur hannað fyrir Sjávarútvegsskóla sameinuðu þjóðanna og þróunarskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Mataraudur-Islensk-uppskera-web

Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki - 7.10.2019

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, verður haldin 19.-21. nóvember. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00. Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi - 7.10.2019

Markmið verkefnisins er að kanna hvort Omega-3 ríkir örþörungar, sem eru framleiddir hjá Algaennvation Iceland á Hellisheiði, henti betur sem fóður fyrir dýrasvif, rækju og skelfisk.


Fréttir