Fréttasafn: september 2019

Fyrirsagnalisti

Áhrif trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru og þyngdarstjórnun - 30.9.2019

Matís, í samstarfi við Reykjalund endurhæfingarstofnun SÍBS, Háskóla Íslands og Primex ehf. hefur hlotið 45 milljóna styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís til að rannsaka áhrif lífstílsbreytinga með og án inntöku trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru. Heiti verkefnisins er MicroFIBERgut.

IMG_9469

Kynningar frá fræðslufundi um matvælasvindl aðgengilegar - 27.9.2019

Fræðslufundur um matvælasvindl sem Matís og Matvælastofnun stóðu fyrir síðastliðinn þriðjudag heppnaðist vel og vakti mikla athygli. Nú má nálgast glærukynningarnar frá fundinum.

IMG_8813

Sýndarveruleiki í Varmahlíð - 26.9.2019

Matís tók þátt í rástefnunni Digi2Market á dögunum sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlands vestra (SSNV) héldu í Varmahlíð. Holly T. Kristinsson kynnti Matís og verkefnið FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og snýst að nota sýndarveruleika til að tengja almenning betur við matinn sem við borðum og nýjustu tækni og vísindi tengt matvælum

Umsækjendur um starf forstjóra Matís - 24.9.2019

Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Matís ohf. rann út í gær. Alls bárust níu umsóknir.

Norðurland sótt heim - 23.9.2019

Síðastliðinn fimmtudag, þann 19. september, heimsóttu nokkrir starfsmenn og stjórnendur Matís fyrirtæki og háskólann á Akureyri.

Meistaravörn í matvælafræði - Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu - 23.9.2019

Zhihao Liu, meistaranemi í matvælafræði heldur opinn fyrirlestur í tengslum við meistaravörn sína á verkefninu „Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu - Greining á efnasamsetningu og stöðugleika laxahöfða“.

Matís veitti innsýn í „prumpklefa“ í morgunútvarpi Rásar 2 - 19.9.2019

Rætt var við Ástu Heiðrúnu Pétursdóttur sérfræðing Matís í Morgunútvarpi Rásar 2, um verkefnið SeaCH4NGE sem fjallar um að kanna hvort viðbættir þörungar í fóður kúa hafi áhrif á metanlosun þeirra.

Fræðslufundur um matvælasvindl - 17.9.2019

Þriðjudaginn 24. september stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl (food fraud). Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á umjöllunarefninu.

Krakkar_kokka

Skemmtilegur fróðleikur um matarhefðir, nærumhverfisneyslu og sjálfbærni, fyrir grunnskóla og leikskóla - 12.9.2019

 

Innlendar matarhefðir og uppruni matvæla eru börnum víða óljós í dag þar sem tenging frá haga í maga er óskýrari en áður. Nærumhverfisneyslu þarf jafnframt að gera hærra undir höfði og kynda undir áhuga á nýtingu hráefna og náttúruafurða úr eigin umhverfi. Börnin eru framtíðin og búa að skemmtilegum drifkrafti nýsköpunar og heilsusamlegs lífsstíls í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga heims. Verkefnið KRAKKAR KOKKA er hannað af Matís með stuðningi Matarauðs Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA - 10.9.2019

Ráðstefna um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði sem notast við umhverfis DNA (environmental DNA) til að meta líffræðilegan fjölbreytileika í vistkerfum verður haldin 2. og 3. október næstkomandi í fundarsal Hafrannsóknastofnunar. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annörkum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjöbreytileika í hafinu.

Síða 1 af 2

Fréttir