Fréttasafn: júní 2019

Fyrirsagnalisti

Screenshot-2019-06-26-at-16.48.34

Vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA - Opið fyrir skráningu - 26.6.2019

Ný aðferðafræði í verndunarlíffræði notast við umhverfis DNA (environmental eDNA) til þess að meta líffræðilegan fjölbreytileika í vistkerfum. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annmökum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjölbreytileika í hafinu. 

Matis_ey

Matís og framtíð starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. - 20.6.2019

Á morgun, föstudaginn 21. júní, mun Matís halda hádegisfund með fulltrúum fyrirtækja í veiðum og vinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum. Markmið fundarins er að kanna hug heimamanna á framtíðarstarfsemi Matís í Eyjum.

Picture1_1561025988879

Hvernig bragðast matur í geimnum? - 20.6.2019

Nemendur í Háskóla unga fólksins heimsóttu Matís þann 13. júní á þemadögum. Yfirskrift dagsins var „Matur í geimnum“ og um kennslu sáu Sævar Helgi Bragason, þáttagerðarmaður og margverðlaunaður vísindamiðlari, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Kolbrún Sveinsdóttir, sérfræðingur á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís. Alls tóku þátt 24 nemendur á aldrinum 12-15 ára. 

Samnorrænt verkefni um fiskmjöl og lýsi - 18.6.2019

Nú fer senn að ljúka samnorrænu verkefni um fiskmjöl og lýsi. Meginmarkmið verkefnisins var að skilgreina stöðu þekkingar á fiskmjöli með það fyrir augum að varpa ljósi á það hvar frekari rannsókna er þörf. Niðurstöður verkefnisins geta nýst bæði iðnaðinum og rannsóknar-samfélaginu sem vegvísir til framfara. Verkefnið var unnið með samtökum fiskmjölsframleiðenda í Evrópu EU-fishmeal, DTU Food&Aqua í Danmörku, Nofima í Noregi og hlaut styrk frá Norrænu Ráðherranefndinni (AG-fisk).

Mælingar á STEC í kjöti á innanlandsmarkaði m.t.t. matvælaöryggis - 13.6.2019

Nauðsynlegt er að tryggja að matvæli, óháð uppruna, ógni ekki heilsu neytenda eins og skýrt er sett fram í lögum um matvæli, hvort sem um er að ræða efna- eða örveruáhættur. Skipulögð sýnataka og faggildar mælingar hafa óyggjandi niðurstöður. 

Endurhönnun blæðingar-búnaðar fyrir fiskiskip - 11.6.2019

Fjallað var um samstarfsverkefni Micro ryðfrí smíði ehf., Skinney-Þinganes og Matís um þróun á lóðréttum Dreka fyrir fiskiskip í Sjómannadagsútgáfu Sóknarfæri.

Blæðingar- og kælingarbúnaðinn Drekann er að finna í mörgum skipum hér á landi en endurbætt lóðrétt útfærsla hans verður algjör nýjung í fiskiskipum.

Smáframleiðsla á rjómaís úr hrámjólk frá Mývatnssveit - 4.6.2019

Á fimmtudaginn næstkomandi mun Auður Filippusdóttir flytja MS fyrirlestur sinn í matvælafræði. Verkefni hennar snýst um að hefja smáframleiðslu á rjómaís úr hrámjólk frá sveitabænum Skútustöðum í Mývatnssveit.


Fréttir