Fréttasafn: apríl 2019

Fyrirsagnalisti

Tækifæri í nýsköpun innan EES - 23.4.2019

Minnum á vinnustofu um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu sem haldin verður á vegum Uppbyggingasjóðs EES, miðvikudaginn 24. apríl
kl. 8:30-11:30 hjá Íslandsstofu að Sundagörðum 2.

Screenshot-2019-04-17-at-11.25.49

Vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með Umhverfis DNA - 17.4.2019

Líffræðilegur fjölbreytileiki á undir högg að sækja í hafinu en talið er að fjölbreytileikinn sé að dala hratt og hraðar en áður í sögu hafsins. Sýnt hefur verið fram á að útbreiðsla og göngumynstur margra sjávartegunda hafi breyst vegna hnattrænnar hlýnunar. Einnig hefur veðurfar breytt vistkerfum þannig að margar tegundir hafa horfið en slíkt tap á tegundum er eflaust vanmetið þar sem aðeins lítið brot af tegundum í djúpsævi og á heimskautasvæðum eru þekktar. Tegundir sem lifa í hafinu eru flestar huldar sjónum okkar og því er erfiðara að finna og meta fjölda þeirra.

Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani - 16.4.2019

Nýverið birti tímaritið Icelandic Agricultural Science greinina Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani eftir þau Jón H. Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Guðmund Jóhannesson og Emmu Eyþórsdóttur.

Nýsköpun og viðskiptaþróun í bláa og græna hagkerfinu - 11.4.2019

Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin þann 24. apríl.

Scottishseafoodsummit

Matís á „Scottish Seafood Summit“ - 9.4.2019

Seafish í Bretlandi, sem að vissu leyti er systurstofnun Matís, stóð fyrir ráðstefnu í Aberdeen í lok Mars, sem bar yfirskriftina the Scottish Seafood Summit. Þetta var í fyrsta sinn sem Seafish stendur fyrir svona viðburði í Skotlandi, en viðlíka ráðstefnur hafa virðið árlegir viðburðir í Grimsby um árabil s.k. Humber seafood summit.


Fréttir