Fréttasafn: október 2018

Fyrirsagnalisti

Ertu með hugmynd fyrir Ísland? - 31.10.2018

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?

Upptökur frá matvæladegi MNÍ - 30.10.2018

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa - 29.10.2018

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun! - 24.10.2018

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Krakkar kokka – kynnum íslenskar matarhefðir fyrir börnunum okkar - 24.10.2018

Nú er rétt að hefjast áhugavert verkefni hjá Matís, í samstarfi við og styrkt af Matarauði Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Verkefnið gengur út á það að efla þekkingu og vitund íslenskra barna um staðbundna, íslenska frumframleiðslu og mikilvægi viðhalds og uppbyggingu hennar. 

Spennandi dagskrá á Matvæladegi - matvælastefna fyrir Ísland - 23.10.2018

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Hestar | Icelandic Horses

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu - 22.10.2018

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Áhættugreining, áhættumat, áhættustjórnun....... - 17.10.2018

Áhættumat hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Umræðan hefur til að mynda snúist að óheftum innflutningi á ferskum kjötvörum og að slátrun lamba. En hvað þýða þessi hugtök? Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís getur svarað því. 

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk. - 16.10.2018

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

iStock_000015515320_Lysi_Large

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis? - 15.10.2018

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Síða 1 af 2

Fréttir