Fréttasafn: september 2018

Fyrirsagnalisti

Örslátrun til nýsköpunarörvunar í sveitum landsins - 28.9.2018

Sala afurða beint frá býli fer vaxandi. Haldast þar í hendur aukning ferðamanna, breytt neyslumynstur og vilji bænda til að sinna auknum óskum neytenda um staðbundna framleiðslu (e. local food). Sökum þessa er lagt til að reglur verði aðlagaðar þannig að bændum verði gert kleift að slátra, vinna og selja neytendum beint afurðir úr eigin bústofni.

Síðasti bændamarkaðurinn þetta árið - hefur þú smakkað lambakjöt af nýslátruðu? - 27.9.2018

Síðasti bændamarkaðurinn á Hofsósi fer fram nk. sunnudag, 30. september en samtals hafa markaðirnir verið fjórir þetta sumarið. Markaðurinn fer fram í Pakkhúsinu frá kl. 12-15.

Hver er þín sýn á framtíðina? - Taktu þátt! - 27.9.2018

Vísinda- og tækniráð býður öllum að taka þátt í mótun vísindastefnu Íslands |  Vísinda- og tækniráð efnir til opins samráðs við íslenskt samfélag um skilgreiningu brýnustu samfélagslegu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir.

Vinnustofa um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda - 25.9.2018

Vinnustofan verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands 1.-2. október

Svipull er sjávarafli - 25.9.2018

Þörf er á því að vandað sé til verka við þróun atvinnulífsins. Þó Íslendingum hafi gengið vel að gera mikil verðmæti úr endurnýjanlegum auðlindum sjávar, sumpart betur en öðrum, er slíkt engin trygging fyrir Íslendingar skari fram úr á þessu sviði til frambúðar. Þess sáust skýr merki á síðasta ári. Því er mikilvægt að auka sókn fram á við með rannsóknum og þróun í tengslum við sjávarútveg frekar en að draga í land.

Fyrstu landnemarnir eru bakteríur - 24.9.2018

Lofbornar bakteríufrumur sem falla niður úr andrúmsloftinu taka þátt sem fyrstu landnemar í samfélögum sem myndast á yfirborði jarðar. Umhverfi sem innihalda lítinn bakteríuþéttleika, eins og eldfjallasvæðin á Íslandi, fá einkum loftbornar bakteríur. Andrúmsloft er aðal dreifingarleið baktería en um 1016 bakteríur fara upp í andrúmsloftið frá yfirborði jarðar á hverri sekúndu. 

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni – framganga verkefnis - 21.9.2018

Nú er í gangi verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Shutterstock_450180892

Örsláturhús myndu örva nýsköpun í landbúnaði - 20.9.2018

Örsláturhús eru til umfjöllunar í Bændablaðinu í dag í viðtali við Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, sviðstjóra hjá Matís. Hugmyndin um örsláturhús hefur komið sífellt oftar til tals að undanförnu, en um er að ræða nýjan möguleika fyrir bændur til að þjónusta viðskiptavini sína milliliðalaust með heimaslátruðum afurðum.

Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð - 19.9.2018

Nýverið lauk vinnu við verkefnið „Sjóvinnsla á þorskalýsi". Verkefnið var styrkt af AVS og unnið af Matís undir handleiðslu Marvins Inga Einarssyni. Markmið verkefnisins var að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð og bera saman ávinning á slíkri vinnslu við löndun á heilli lifur.

Greining hráefnis ísfisktogara með tilliti til vinnslueiginleika - 17.9.2018

Hlynur Guðnason flytur meistarafyrirlestur í Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði í dag, mánudaginn 17. september kl. 15-17.

Síða 1 af 2

Fréttir