Fréttasafn: ágúst 2018

Fyrirsagnalisti

Töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda - 30.8.2018

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda, þá sérstaklega sauðfjárbænda, og var til dæmis mjög góð frétt á RÚV fyrr í vikunni. Lágt afurðaverð og erfitt rekstrarumhverfi gerir það að verkum að margir bændur ná ekki endum saman með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði hér á landi.

bygg

Bygg er sérstakt - 27.8.2018

Bygg er forn korntegund sem hentar til ræktunar á norðlægum slóðum. Byggið býður upp á aukna sjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu. 

Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð - 23.8.2018

Í Matís er unnið að verkefninu „Sjóvinnsla á þorskalýsi". Markmið verkefnisins er að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð.

Finnast sníkjudýr í öllum innfluttum hundum og köttum á Íslandi? - 21.8.2018

Ný grein var  að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar kemur fram að sníkjudýr hafi verið staðfest í innfluttum hundum og köttum á Íslandi á árunum 1989 - 2017.

Bændamarkaðurinn á Sveitasælunni 18. ágúst - 17.8.2018

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval úr matarkistu Skagafjarðar svo sem kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið útiræktað grænmeti auk alls konar fisk- og kjötmetis svo eitthvað sé nefnt.   

Meta_team

Á meðal helstu frumkvöðla og brautryðjenda í Evrópu í sjálfbærri þróun - 16.8.2018

Nýverið tilkynnti EIT (The European Institute og Innovation and Technology) þau verkefni og einstaklinga sem hlutu tilnefningu í ár til EIT verðlaunanna. Þar er horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að nýsköpun með nýstárlegum vörum, verkefnum og þjónustu þar sem tekist er á við alþjóðlegar áskoranir eins og loftlagsmál, orkumál, matvæli og heilsu. Á meðal tilnefninga í ár er verkefnið Metamorphosis sem Birgir Örn Smárason hjá Matís leiðir.

Rannsóknir í Surtsey - 13.8.2018

Breytingar á nýju eldfjalli hafa ekki verið rannsakaðar annarstaðar í heiminum en í Surtsey. Þátttaka Matís í samstarfinu hverfist um rannsókn á landnámi lífvera einkum örvera.

Jákvæð áhrif þangextrakts í matvæli og húðkrem - 9.8.2018

Þriggja ára norrænu verkefni um lífvirkni bóluþangs sem styrkt var af Nordic Innovation er að ljúka um þessar mundir. Verkefninu (Seaweed bioactive ingredients with verified in-vivo bioactivities) var stýrt af Matís og unnið í samvinnu við rannsóknastofnunina VTT í Finnlandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Kristianstad og fyrirtækin Marinox (framleiðandi extrakts úr bóluþangi), FinnSnack (framleiðandi rúgvara), Pharmia (þróun og framleiðsla fæðubótaefna) og UNA skincare (framleiðandi húðvara).

Matís mjög virkt í fiskveiðirannsóknum - 7.8.2018

Mikilvægt er að ný þekking sé hagnýtt svo auka megi verðmæti og hagkvæmni. Í kjölfar mikillar rannsókna og þróunarvinnu er þýðingarmikið að fara yfir þau atriði sem standa upp úr og vinna að innleiðingu nýrrar þekkingar í verklag fyrirtækja sem og annarra hagaðila það á við um sjávarútveg eins aðra þætti atvinnulífsins. Í þeim anda var sérstaklega rætt um sjálfbærni, nýtingu, nýsköpun við fiskveiðistjórnun sem og félagsleg og efnahagsleg áhrif sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunarverkefna sem eru í vinnslu og hafa verið unnin með stuðningi Rannsóknaáætlana Evrópu.

Draga á úr notkun plasts - 3.8.2018

Í anda almennrar stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun, stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar og áætlun umhverfisráðherra Norðurlandanna um að draga úr umhverfisáhrifum plasts var samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skipaður í nýliðnum júlímánuði.

Síða 1 af 2

Fréttir