Fréttasafn: júlí 2018

Fyrirsagnalisti

Er flökun á makríl raunhæfur kostur? - 31.7.2018

Matís er að ljúka vinnu við norrænt verkefni styrkt af Nordic Marine Innovation 2.0 þar sem kannað er hvort flökun á makríl sé raunhæfur kostur.

Bændamarkaðurinn á Hofsósi laugardaginn 28. júlí kl. 13-16 - 27.7.2018

Verið velkomin á Bændamarkaðinn í Pakkhúsinu!

Mikilvægi auðlinda hafsins rætt í Brasilíu - 25.7.2018

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sótti nú nýverið ráðstefnu sem haldin var í samstarfi rannsóknaáætlunar Evrópu (Horizon 2020) og sambærilegra rannsóknaáætlana Suður Afríku og Brasilíu.  Tilgangur ráðstefnunnar var að ýta rannsóknastarfi tengt BELEM yfirlýsingunni úr vör, en með henni er grunnur lagður að auknum rannsóknum og nýsköpun sem byggja á sjávarauðlindum Atlantshafsins.

Blendingshvalur milli steypireyðar og langreyðar erfðagreindur - 24.7.2018

Hvalur sem veiddist við Ísland nýlega sem hafði útlitseinkenni bæði steypireyðar og langreyðar kom til greiningar á arfgerð til Matís. Mikil óvissa var um hvort hvalurinn væri steypireyður sem er alfriðuð tegund eða blendingur milli steypireyðar og langreyðar þar sem dýrið hafði útlits- einkenni beggja tegunda. Innlendum og erlendum sérfæðingum kom ekki saman um hvort væri, en veiðar á steypireyð eru algerlega ólöglegar. Því var mikilvægt að skera sem fyrst úr því hvaða tegund dýrið væri.

Bændamarkaðurinn Hofsósi - 20.7.2018

Markaðurinn verður næst opinn í Pakkhúsinu laugardaginn 28. júlí kl. 13-16.

Verðmætaaukning bolfiskafla - 19.7.2018

Samstarfsverkefni Skagans 3X, Matís og útgerðanna FISK Seafood, Brims, Skinneyjar Þinganess, Þorbjarnar, Ögurvíkur og HB Granda miðaði að því að þróa tækni til verðmætaaukningar bolfiskafla.

Hvaða máli skiptir heimaslátrun fyrir bændur? - 17.7.2018

Í dag er vaxandi ásókn í að kaupa vörur beint frá býli, bæði af íslenskum neytendum en einnig af ferðamönnum, þar sem myndast tengsl milli bónda og neytanda. Bændur geta skapað sér töluverðan virðisauka í sjá sjálfir um öll stig framleiðslunnar á landbúnaðarafurðum. En til að slíkt sé hagkvæmt þá vantar möguleikann á að bændur geti séð sjálfir um aflífun dýranna svo að allur virðisaukinn skapist á býlunum sjálfum. 

Fjör á fyrsta degi Bændamarkaðar! - 13.7.2018

Fyrsti opnunardagur Bændamarkaðar í Pakkhúsinu á Hofsósi var laugardaginn 30. júní sl. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið er menningarsögulegt hús frá um 1777 og tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Fiskeldi | Aquaculture

Hvað segir FAO um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi? - 12.7.2018

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gaf á þriðjudaginn út ítarlega skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi. Skýrslan, sem telur fyrir sex hundruð blaðsíður af efni frá yfir tvö hundruð höfundum, hefur að geyma eina umfangsmestu úttekt á málefninu sem birt hefur verið til þessa og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar á aðgerða- og aðlögunaráætlunum og framkvæmd þeirra.

Getur áhættumat stuðlað að beinum viðskiptum bænda með kjöt og kjötafurðir? - 11.7.2018

Dreifing og sala heimaslátraðra afurða er ekki leyfileg í dag en hver er raunverulega áhættan? Í Þýskalandi er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki þar sem áhættan fyrir neytendur er metin lítil. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömbum eru ekki takmörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir, en þetta kom fram í fyrirlestri Andreasar Hensel, forstjóra þýsku áhættumatsstofnuninni BfR á fundi Matís í Miðgarði, Varmahlíð, 5. júlí síðastliðinn.

Síða 1 af 2

Fréttir