Fréttasafn: júní 2018

Fyrirsagnalisti

Lífræn mysa – ný viðbót á snyrtivörumarkaði? - 28.6.2018

Í Matís er unnið að verkefninu „Heilandi máttur lífrænnar mysu“. Markmið verkefnisins er að finna leið til að nýta vannýtta auðlind á sjálfbæran hátt, þ.e. íslenska lífræna mysu í húðvörur. Vonir standa til að rannsóknin leiði til aukins verðmætis mysu og að um leið minnki náttúruspjöll þar sem þessi afurð færi annars mikið til í sjóinn.

Shutterstock_237417664_steinarba

Viltu kaupa heimaslátrað? - 27.6.2018

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð, fimmtudaginn 5. júlí 2018 kl. 13:00, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Allir eru velkomnir á fundinn.

Frá fjalli að kjötvinnslu - 26.6.2018

Nýtt ráðgjafarverkefni er nú í burðarliðnum hjá Matís. Tilgangur þess er að taka saman leiðbeiningar sem byggðar eru á rannsóknum Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) og forvera þeirra undanfarin ár, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár frá smölun af fjalli, að dyrum kjötvinnslu.

Matís fær styrk til að gefa út Síldverkunarhandbókina - 21.6.2018

Nú nýverið tók Páll Gunnar Pálsson, fyrir hönd Matís, við tveggja milljóna króna styrk frá Félagi síldarútgerða til ritunar Síldverkunarhandbókarinnar. Fjármagnið verður nýtt til að taka saman efni og meðal annars verður óútgefin „Síldarverkunarhandbók“ sem dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur tók saman á síðasta áratug síðustu aldar, nýtt til verksins, sem og efni sem unnið var með fyrir allnokkrum árum um vinnslu og verkun síldar.

Getum við nýtt geitastofninn betur? - 19.6.2018

Nýtt verkefni er nú í farvatninu hjá Matís. Viðfangsefnið er að bregðast við þörfinni fyrir aukna nýtingu íslenska geitastofnsins en talið er að framtíð stofnsins byggist fjölbreyttri nýtingu hans. 

Nordic Marine Innovation í Kaupmannahöfn - 14.6.2018

Fundur á vegum Nordic Marine Innovation Programme 2.0 var haldin í Kaupmannahöfn nú fyrir stuttu. Sjóðurinn er á vegum Nordic Council of Ministers og er hugsaður til að efla rannsóknir og þróun í sjávartengdum verkefnum á Norðurlöndunum og efla sjálfbæran vöxt og auka frumkvöðlastarf og samkeppnishæfni á svæðinu.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Matís hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði nýsköpunartækifæra - 13.6.2018

Báðir aðilar hafa hlutverk samkvæmt lögum sem horfir til bætts hags á víðum grundvelli og framþróunar á sviði sprota og nýsköpunar. Samstarfið miðar að því að treysta þetta hlutverk.

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu? - 11.6.2018

Um þessar mundir er Matís að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Gagnasöfnun vegna örvera á Íslandsmiðum - 8.6.2018

Nokkrir nemendur í doktorsnámi/starfsmenn Matís fóru nú fyrir stuttu með í vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Ýmislegt gekk á í þessum leiðangri og þá kannski einna helst allar þær lægðir sem þustu framhjá og komu með hverja bræluna á fætur annarri. 

Síða 1 af 2

Fréttir