Fréttasafn: mars 2018

Fyrirsagnalisti

Íslendingar í lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar - 21.3.2018

Mjög gott viðtal birtist um helgina í Fiskifréttum. Viðtalið er við Önnu Kristínu Daníelsdóttur og Jónas R. Viðarsson hjá Matís um evrópska verkefnið MareFrame sem lauk nú fyrir skömmu. Óhætt er að segja að það sem úr verkefninu hefur komið muni hafa víðtæk áhrif til bættrar fiskveiðistjórnunar um allan heim þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður hefur verið gert.

Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences er komið út - 19.3.2018

Tvær fyrstu greinarnar í hefti 31/2018 voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Fiskeldi | Aquaculture

Strandbúnaður 2018 - 15.3.2018

Spennandi ráðstefna um málefni þörungaræktar, fiskeldis og skelræktar fer fram dagana 19. og 20. mars undir yfirskriftinni Strandbúnaður 2018.

Skýr framtíðarsýn – miklir möguleikar - 14.3.2018

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðin, eru 17 talsins. Hið níunda lýtur að uppbyggingu sterkra innviða, að stuðlað sé að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúð að nýsköpun. Stefnt er m.a. að því að endurbæta tæknigetu iðngreina til að ýta undir nýsköpun og fjölgun starfa við rannsóknir og þróun. Í þessu samhengi stefnir Ísland á að auka framlög opinbers- og einkaframtaks til rannsókna og þróunar í 3% af landsframleiðslu.

Nýtum tækifæri framtíðar með nýsköpun - 8.3.2018

„Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun“ / Þessi fyrirsögn er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og eru orð að sönnu. En hvað þýðir hún? Hvert er samhengi tækifæra framtíðar, jafnvægis í framleiðslu, skilvirks eftirlits og nýsköpunar? Þessu þarf að svara og það verður einvörðungu gert með því að móta skýra stefnu um matvælaframleiðslu á Íslandi að sögn Hrannar Ólínu Jörundsdóttur, Guðjóns Þorkelssonar og Sveins Margeirssonar.

Dr. Shima Barakat, byggingaverkfræðingurinn sem vann að byggingu lestarkerfisins í Cairo, er á leið til landsins - 8.3.2018

Hver stórviðburðurinn á fætur öðrum hjá Matís | Í síðustu viku var yfirmaður hjá einum frægasta viskíframleiðanda í heimi hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík. Í þessari viku er EiT Food nýsköpunarvika og í tengslum við hana mæta til landsins um 20 erlendir nemendur ásamt prófessorum sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í Evrópu og víðar. Auk þess eru um 10 íslenskir nemendur sem taka munu þátt.

Áhugaverð frétt um vín úr mjólk - 5.3.2018

Laugardalskvöldið 3. mars var skemmtileg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um hvernig MS er að breyta mysu í vín en MS er í samstarfi við nokkra aðila um þetta áhugaverða verkefni, þar á meðal Matís og Auðhumlu, sem styrkir verkefnið í gegnum Mjólk í mörgum myndum


Fréttir