Fréttasafn: október 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Lífhagkerfi og vöxtur á Norðurslóðum - 11.10.2017

Tækifæri fyrir samfélög og ógnanir við lífshætti á Norðurslóðum eru til umræðu á Hingborði Norðursins í ár sem fyrri ár. Í tengslum við ráðstefnuna eru margir áhugaverðir viðburðir, þar á meðal er einn sem snýr að frumkvöðlum, nýsköpun og hagrænni þróun

Hjálpum til við nútímavæðingu - 6.10.2017

Ísland sem stórt hafríki, fremur en smátt eyríki, á mikila möguleika í forystu verðmætasköpunar innan bláalífhagkerfisins. „Ekki er nóg með að við nýtum auðlindina mjög vel, heldur sköpum við gæðahráefni og látum mjög lítið fara til spillis borið saman við aðrar þjóðir. Forskot Íslands á þessu sviði nær ekki aðeins til hefðbundins sjávarfangs heldur ekki síður til nýtingar sjávarauðlinda til framleiðslu fæðubótarefna, lækningavara og snyrtivara svo nokkur dæmi séu nefnd. Þekking Íslands nær yfir alla virðiskeðju sjávarfangs og styrkleiki okkar á þessu sviði er eitthvað sem við gætum nýtt mun betur, auk tækifæra tengdra öðrum lífverum, t.d. þörungum,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í nýlegu viðtali við Morgunblaðið.

Fallegur fiskur 2017 - 5.10.2017

Fræðsla og þekkingarmiðlun er endalaust viðfangsefni. Nauðsynlegt er að ástunda stöðuga fræðslu og þekkingarmiðlun um góða aflameðferð.
Hafsteinn Björnsson sem rær á strandveiðibátnum Villa-Birni SH 148 frá Rifi fékk viðurkenningu fyrir Fallegan fisk 2017.

Breytt viðhorf til brottkasts - 3.10.2017

Nýlega birtist viðtal við Jónas Viðarsson hjá Matís á fréttavef Fiskifrétta um breytta stefnu Evrópusambandsins í tengslum við brottkast á fiski. Matís er lykilþátttakandi, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Hampiðjunni og Marel í verkefninu DiscardLess sem er ætlað að greiða fyrir innleiðingu á brottkastsbanninu sem verið er að innleiða innan evrópska fiskiskipaflotans.

Fundur um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi - 2.10.2017

Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum var til umræðu á fjölmennum fundi sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóð fyrir í síðustu viku. Á fundinum var m.a. sagt frá rannsóknum sem stundaðar hafa verið hjá Matís á stofnerfðafræði laxfiska.

Síða 2 af 2

Fréttir