Fréttasafn: október 2017
Fyrirsagnalisti

Hvers virði er starfsemi Matís?
Flestum er ljóst að ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Nú þegar miklar tæknilegar umbyltingar eiga sér stað í allri framleiðslukeðju matvæla þá sér ekki fyrir endann á þessum framförum. Á síðastliðnum 30 árum hefur íslenskur sjávarútvegur minnkað áherslu á veitt magn og aukið áherslu á gæði sem skilar meiru fyrir hvert kg af afla en áður. Grunninn að slíkri verðmætaaukningu er að finna í bættri nýtingu afla. Og til þess að geta nýtt afla betur er mikilvægt að þekkja alla virðiskeðjuna og bæta meðferð á öllum stigum keðjunnar. Þarna koma rannsóknir að.

Flutningskostnaður fiskflutningaskipa í bakafragt getur lækkað um nærri 40%
Rannsókna- og þróunarverkefnið T-KER er samvinnuverkefni Sæplasts, Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, ITUB og Icefresh í Þýskalandi.

Húsfyllir að Hvanneyri – fyrsta skrefið í að þrefalda verðmætasköpun og arðsemi íslensks landbúnaðar
Mjög góð mæting var á fund á Hvanneyri um aukið virði landbúnaðarafurða sem Samtök ungra bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands og Matís buðu til í gærkvöldi. Þar stigu á stokk forsvarsmenn fundarboðenda og fulltrúar frá öllum helstu framboðum til alþingiskosninganna um næstu helgi. Á næstu dögum munum við fjalla um fundinn og draga fram það helsta sem þar fór fram.

Getum við notað íslenskar olíur í viðarvörn?
Vitað er að fiskolíur hafa verið notaðar sem viðarvörn fyrr á öldum og reynst vel. Þekkingin hefur hins vegar mikið til glatast. Með aukinni áherslu á afturhvarf til eldri tíma og hráefna og betri þekkingu, skapast lag til að nýta fiskolíur, sem núna falla í úrgangsflokk, til verulega aukinna verðmæta en leysa þarf framleiðslu- og vöruþróunarvandamál áður en lengra er haldið.
Skýrsla starfshóps um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna
Þann 23. maí 2016 var skipaður starfshópur um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna, með það að markmiði að búa til ein heildarlög um heilbrigði dýra, sem hefði þann tilgang að bæta almennt heilbrigði búfjár og gæludýra hvað alla sjúkdóma varðar. Starfshópurinn afhenti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu skýrslu sína 17. október 2017.

Um þróun í sjávarútvegi
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 14. október sl. þakkar Arnljótur Bjarki Bergsson Sigurjóni Þórðarsyni fyrir grein í Morgunblaðinu 7. október. Tilefni greinarskrifa Sigurjóns er frétt á vef Matís frá 29. september að lokinni velheppnuðum viðburði World Seafood Congress. Í frétt Matís er hvorki talað um met né eru lýsingarorð í efstastigi notuð. Í fréttinni á vef Matís er bent á að útflutningsverðmæti á hvert kg afla þorsks hafi aukist um ríflega 350% frá árinu 1981. Sigurjón bendir réttilega á að verð þorskflaka á Bretlandsmarkaði hafi hækkað meira á sama tíma. Hér að neðan er ítarlegra svar Arnljóts Bjarka við grein Sigurjóns.

Dregið úr ákjósanlegri fjárfestingu
Í frumvarpi til fjárlaga, sem lagt var fram 12. september sl., kemur fram áætlun um að lækka fjármagn ríkisins til matvælarannsókna (Matís) um 51 milljón á næstu tveimur árum, úr 441 milljón í 390 milljónir. Þetta er þvert á þörf fyrir nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi um allt land og mun reynast skammgóður vermir fyrir ríkissjóð, enda hefur rekstur Matís gengið vel og skilað samfélaginu miklum ávinningi. Að teknu tilliti til skattgreiðslna og tryggingagjalds stóðu einungis um 80 milljónir eftir af þeim 435 milljónum sem þjónustusamningur um matvælarannsóknir skilaði Matís árið 2016.

Loftslagsmaraþon í fyrsta sinn á Íslandi!
Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 27. október nk. í Matís (3. hæð). Climathon/

Matís í samstarfi hafríkja
Á ný yfirstöðnum fundi stórra hafþjóða um bláan vöxt (e. Large Ocean Nations Forum on Blue Growth), þann 3. október s.l. undirrituðu Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís viljayfirlýsingu um samstarf (e. Letter of Intent).

Nýsköpun í vinnslu stórþörunga
Um næstu áramót lýkur norræna verkefninu „Conservation and processing marine macro algae for feed ingredients (Capmafi)“ sem Nordic Marine Innovation styrkir. Þátttakendur auk Matís eru Eukaryo AS, Due Miljø og Akvatik AS frá Noregi ásamt Tari-Faroe Seaweed frá Færeyjum.
- Fyrri síða
- Næsta síða
Fréttir
-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember