Fréttasafn: júlí 2017

Fyrirsagnalisti

Rannsóknir og boranir í Surtsey - 31.7.2017

Nú er í gangi verkefnið SUSTAIN, risastórt alþjóðlegt verkefni, en tilgangur þess er að bora tvær holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Þetta er stærsta rannsókn sem fram hefur farið frá upphafi í Surtsey og er fjölþjóðlegur hópur vísindafólks sem tekur þátt. Matís er þátttakandi í verkefninu, undir forystu dr. Viggó Þ. Marteinssonar, en verkefnið sem slíkt er undir stjórn dr. Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og dr. Marie Jackson, dósents við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum. 

Samstarf Evrópu, Brasilíu og Suður-Afríku; aukinn skilningur á áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi sjávar - 20.7.2017

Dagana 12.-14 júlí sl. fór fram fundur hátt settra embættismanna innan Evrópusambandsins og aðila úr ríkisstjórnum Brasilíu og Suður-Afríku. Fundurinn var settur á í þeim tilgangi að fagna nýju samkomulagi um samstarf þessara aðila um að leggja meiri áherslu á að skilja tengslin á milli hnattrænnar hlýnunar og áhrif hennar á vistkerfi sjávar (bláa lífhagkerfið).

Mjólk í mörgum myndum - 14.7.2017

Í vor var gerður samningur við Matís um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. 8 umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga.

Þurrkaðir þorskhausar

Matís og þorskhausar - 11.7.2017

Matís hlaut styrk úr AVS sjóðnum til þess að greina eiginleika þorskhausa.

Algae, omega-3 fatty acid source, health, marine algae, anti-oxidant

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni - 3.7.2017

Nú er að hefjast verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.


Fréttir