Fréttasafn: maí 2017

Fyrirsagnalisti

Algae, omega-3 fatty acid source, health, marine algae, anti-oxidant

Getum við einangrað prótein úr sölvum? - 30.5.2017

Málfríður Bjarnadóttir hjá Matís ver meistararitgerð sína föstudaginn 2. júní kl. 13 en í verkefni sínu rannsakaði Málfríður hvort hægt væri að ná í prótein úr sölvum sem gæti til dæmis hentað grænmetisætum. 

Aðalfundur Matís vegna 2016 - 19.5.2017

Aðalfundur Matís vegna starfsársins 2016 fór fram í gær kl. 13 að Vínlandsleið 12. Dagskrá fundarins var venju samkvæmt eins og kveðið er á um í samþykktum fyrir félagið.

Þrettán hljóta styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum - 18.5.2017

27. apríl sl. úthlutaði Watanabe sjóðurinn styrkjum til þrettán aðila og að því tilefni var haldin athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. 

Viltu starfa hjá Matís? - 8.5.2017

Faglegur leiðtogi í erfðafræði: Matís leitar að metnaðarfullum vísindamanni/konu til að leiða öflugt teymi og faglega uppbyggingu sviðsins.

Lax rannsóknir

Vöktun og rannsóknainnviðir - kortlagning, framtíðarsýn og uppbygging - 5.5.2017

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslurnar Vöktun á Íslandi; kortlagning og framtíðarsýn og Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar.

Bacterial_colonies

Ráðstefna: Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi - 4.5.2017

Matvælastofnun og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) boða til ráðstefnu um baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi mánudaginn 15. maí 2017 kl. 13:30 – 16:30 í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík. 

Clean_ocean

Fullyrðingar um heilnæmi íslensks sjávarfangs duga ekki - 3.5.2017

Íslenskt sjávarfang hefur lengi verið markaðssett þannig að áhersla hefur verið lögð á hreinleika og heilnæmi þess. Ekki nægir þó að fullyrða að vara sé heilnæm. Vönduð og vel skilgreind vísindaleg gögn um óæskileg efni í íslensku sjávarfangi eru lykilatriði til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis. Útflutningur íslenskra matvæla er einnig háður því að unnt sé að sýna fram á að öryggi þeirra, með hliðsjón af lögum, reglugerðum og kröfum markaða. 

Nýjar greinar komnar út í Icelandic Agricultural Sciences - 2.5.2017

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær HÉR.


Fréttir