Fréttasafn: apríl 2017

Fyrirsagnalisti

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla um borð í frystitogara - 28.4.2017

Marvin Ingi Einarsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er: Fishmeal and fish oil processing on board freezer trawler (Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla um borð í frystitogara).

Endurnýjanleg orka í fiskmjölsiðnaði - 26.4.2017

Ísland vill með ábyrgum hætti taka á þeim vanda sem steðjar að, sé ekkert aðhafst, í loftlagsmálum en í því samhengi má nefna að Ísland gerðist fyrir lok árs 2015 aðili að Parísarsamkomulaginu.

Nýsköpun til betra lífs - 25.4.2017

Hvernig þróa íslenskir frumkvöðlar hugmyndir sínar og koma þeim á framfæri um allan heim? Sérfræðingur Matís með erindi um hugverkaréttindi.

Vísindaganga á Degi Jarðar í miðborg Reykjavíkur - 17.4.2017

Vísindagangan (e. March for Science) fer fram í miðbæ Reykjavíkur á Degi Jarðar, laugardaginn 22. apríl kl. 13. Markmið göngunnar er að sýna vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýðræðislegu samfélagi. Efnt verður til fundar í Iðnó að lokinni göngu þar sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vísindastarfi og vísindafólki.

Lærdómur dreginn af reynslu Íslendinga - 12.4.2017

Mikilvægt er að virða náttúruna með því að nýta villta stofna á sjálfbæran hátt. Skynsamlegt er að virða hráefnið með því að nýta það sem er dregið úr sjó, gera sem mest úr aflanum. Þá er virðing borin fyrir samfélaginu með því að gera sem mest verðmæti úr því sem tekið er til vinnslu.
Nýting þess fisks sem aflast hefur lengi verið til umræðu. Áhersla hefur aukist á gæði og dregið hefur úr áherslu á magn. Ábyrg umgengni um auðlindir hafs hefur jákvæðar víðtækar afleiðingar. Umgengni Íslendinga um auðlindir hafsins hefur batnað til muna og þykir nú til eftirbreytni. Lagt er upp með að vanda til verka við meðhöndlun íslensks sjávarfangs. 

Þróunarsamvinna í starfsemi Matís - 11.4.2017

Matís og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar á undan hefur verið samstarfsaðili um kennslu í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, UNU-FTP, frá upphafi starfsemi skólans árið 1998.

Makríll | Mackerel

Frekari verðmætasköpun úr íslenskum makríl - 10.4.2017

Nú er í gangi verkefni hjá Matís, styrkt af AVS og Tækniþróunarsjóði Rannís, sem snýr að því ýta undir frekari fullvinnslu á makríl og auka þar með verðmæti hans.

"Ljót" matvæli fá nýtt líf – sigurvegarar Ecotrophelia - 7.4.2017

Á miðvikudaginn fór fram keppnin Ecotrophelia og voru verðlaun veitt í gær fimmtudag á ráðstefnunni „Þekking og færni í matvælageiranum“ haldin af samstarfsvettvanginum Matvælalandið Ísland.

Styttist í eina stærstu sjávarútvegstengdu ráðstefnu sem haldin hefur verið hér á landi - 5.4.2017

World Seafood Congress (WSC2017) fer fram á Íslandi 10.-13. september nk. Undirbúningur gengur vel og hefur fjöldi manns nú þegar skráð sig á ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu. Einnig hafa mjög áhugaverðir fyrirlesarar boðað komu sína.

Vegna skýrslu Félags atvinnurekenda (FA) „Eftirlitsgjöld á atvinnulífið“ - 4.4.2017

Matís sendir frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna skýrslu FA „Eftirlitsgjöld á atvinnulífið“ þar sem m.a. er rætt um gjaldskrá Matís í samhengi við eftirlit með matvælaöryggi. Í skýrslunni er gagnrýnt að ekki sé hægt að nálgast heildstæða gjaldskrá Matís, hvorki gegnum bein samskipti né á heimasíðu Matís.

Síða 1 af 2

Fréttir