Fréttasafn: mars 2017

Fyrirsagnalisti

Gestkvæmt á Vínlandsleið - 29.3.2017

Starfsemi Matís virðist vekja vaxandi athygli, fylgifiskur þeirrar velgengni er aukinn gestagangur hjá Matís. Innlendir sem og erlendir aðilar banka á dyrnar og vilja gjarnan kynnast Matís betur.

Ný matarverðlaun sem hampa hinu norræna eldhúsi - 20.3.2017

Hin nýju, norrænu matarverðlaun Embla hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefni, matvælum, framleiðsluaðferðum og fólkinu á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á norrænum mat.

Ný norræn matargerð - kraumandi hugmyndaauðgi - 20.3.2017

Norrænt samstarf er Íslendingum mikilvægt. Hið norræna eldhús er einn vettvangur norræns samstarfs, þar kennir margra grasa. Í síðustu viku greindu Bændasamtök Íslands frá norrænu matarverðlaununum Emblu hvar óskað er eftir tilnefningum í sjö flokka fram til 17. apríl. Tveimur dögum síðar eða 19. apríl renna út frestir til að senda inn verkefnahugmyndir til skrifstofu norræna ráðherraráðsins  sem ganga annarsvegar út á mat fyrir æskublóma Norðurlandanna og hinsvegar út á mörkun/ kynningu norrænar matarmenningar og gildum hennar.  

HB Grandi er samstarfsaðili World Seafood Congress 2017 - 19.3.2017

HB Grandi er samstarfsaðili World Seafood Congress 2017 (#WSC_2017). Ráðstefnan fer fram á Íslandi í september og er þetta í fyrsta sinn sem viðburðurinn fer fram á Norðurlöndum. Stofnað var til ráðstefnunnar að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO).

Strandbúnaður 2017 - 15.3.2017

Í dag, 13. mars 2017, hefst ráðstefnan Strandbúnaður 2017. Strandbúnaður, sem er nýyrði, sem samheiti atvinnugreina sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, þ.m.t. ræktun og eldi. Af því tilefni ritaði Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Innleiðingar og áhrifa, eftirfarandi grein í Morgunblaðið, sem birtist í dag.

Opinn fundur um eftirlitskerfi Matvælastofnunar - 14.3.2017

Matvælastofnun heldur fund um eftirlitskerfi stofnunarinnar kl. 9-12 föstudaginn 17. mars í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn en er sérstaklega ætlaður matvælaframleiðendum sem stofnunin hefur eftirlit með, bændum sem og fyrirtækjum, til að fara yfir framkvæmd eftirlits, eftirfylgni og birtingu niðurstaðna úr eftirliti.


Fréttir