Fréttasafn: febrúar 2017

Fyrirsagnalisti

Lektor í matvælafræði við Matvæla- og næringar­fræðideild Háskóla Íslands - 22.2.2017

Laust er til umsóknar 100% starf lektors í  matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Styttist í Strandbúnað 2017 - 21.2.2017

Ráðstefnan Strandbúnaður 2017 verður haldin á Grand Hótel 13. og 14. mars n.k. Heiti ráðstefnunar vísar til þess að Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Tilgangurinn er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun atvinnugreinanna sem hagnýta land og eða sjávar gæði við strandlengju landsins

Samstarf um verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitaafurðum - 17.2.2017

Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands, lýstu yfir vilja til aukins samstarfs, með aukna verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitaafurðum að markmiði fyrr í vikunni.

Fiskeldi | Aquaculture

Alþjóðlegt átak til að auka nýsköpun í fiskeldi - 16.2.2017

Í dag var fundað um nýtt Netverk um nýsköpun í fiskeldi á norðurslóðum og Norðurskautinu (e. Aquaculture Innovation Network for the Northern Periphery and Arctic (AINNPA)) sem miðar að því að bæta stuðning á sviði nýsköpunar við fjarlæg fiskeldisfyrirtæki, einkum lítil og meðal stór fyrirtæki, og gera þeim þar með kleift leggja áherslu á að mæta eftirspurn við þróun á vörum og þjónustu.

Logo_UNU_ftp

Áhrif umhverfishita og biðtíma hráefnis við flakavinnslu - 10.2.2017

Í nýrri grein koma fram niðurstöður sem styrkja rökin fyrir mikilvægi vandaðra og agaðra vinnubragða við framleiðslu á fiskflökum. Þó allt kapp sé lagt á að vanda vel til verka við vinnslu fisks í flök, kann það að koma fyrir að fiskur rati ekki eins hratt í gegnum vinnsluna og ráð er fyrir gert eða að fiskur fari um rými sem er hlýrra en best væri á kosið.

Marlýsi - 7.2.2017

Tækniþróunarsjóður Rannís hefur nú styrkt samstarfsverkefni Margildis, Matís, Háskólans á Akureyri, Síldarvinnslunnar, Mjólkursamsölunnar og KPMG sem ber heitið Marlýsi.

HI_vefur

Efna- og eðlisfræðilegir eiginleikar hringorma í Atlantshafsþorski - 1.2.2017

Snorri Karl Birgisson fer með fyrirlestur til meistaraprófs í matvælafræði við Háskóla Íslands og fer fyrirlestur Snorra fram hjá Matís að Vínlandsleið 12, fundarsal nr. 312, þriðjudaginn 7. febrúar nk. frá kl. 15-16 en verkefnið var unnið á Matís.


Fréttir