Fréttasafn: 2016

Fyrirsagnalisti

Hátíðarkveðjur - 23.12.2016

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.

Clean_ocean

Markaðsaðstæður hafa áhrif á nýtingu og verðmætasköpun - 22.12.2016

Svipull er sjávarafli og sviptingar sjást jafnframt á mörkuðum hvorttveggja hefur áhrif á ráðstöfun afla til vinnslu hjá verkendum. Eins og fram kom í erindi Sveins Margeirssonar á Sjávarútvegsráðstefnunni 24. október s.l. var nýting sjávarafla sem útfluttar vörur skv. hagtölum 48% árið 2015. 

Tvær nýjar greinar í Icelandic Agricultural Sciences - 21.12.2016

Tvær nýjar greinar voru að koma út í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast hana á slóðinni http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/bsinaawuad.html.

!!Matis_logo

Uppfærðar starfsreglur stjórnar Matís - 14.12.2016

Uppfærðar starfsreglur stjórnar Matís voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins síðdegis í gær. Starfsreglurnar eru settar í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, sbr. 4. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995, sbr. lög nr. 89/2006 (opinber hlutafélög).

Lofgjörð um Matís úr landsuðri – Færeyingar sjá tækifæri í rannsóknum og þróun sjávarútvegs - 13.12.2016

Nýlega skilaði nefnd um endurskoðun á fiskveiðistjórnun í Færeyjum skýrslu. Eðli málsins samkvæmt er fjallað um fleira en fiskveiðistjórnun eina og sér og farið er í skýrslunni í margbreytileika sjávarútvegs, markmið og mögulegan ávinning af veiðum, vinnslu, dreifingu og sölu sjávarfangs með nýsköpun og rekjanleika. Nefndin lítur út fyrir eyjarnar 18 og ber saman fyrirkomulag og framvindu mála í sjávarútvegi í Noregi og á Íslandi við færeyskan sjávarútveg.

Ofurkælingin vinnur til verðlauna - 6.12.2016

Hugmyndin að ofurkælingaverkefninu (e. Superchilling of fish), sem er samstarfsverkefni Grieg Seafood í Noregi, 3X Technology, Matís, Iceprotein, FISK Seafood, Skagans, Hätälä í Finnlandi og Norway Seafood í Danmörku með stuðningi frá Nordic Innovation og Rannís, var valin sem Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016, og hlaut að launum Svifölduna, á ráðstefnunni sem fram fór í lok nóvember.

Matís með fyrirlestur fyrir ungmenni í Færeyjum - 5.12.2016

Guðmundur Stefánsson frá Matís var fyrir stuttu hjá Varðin Pelagic vegna makríls verkefnis og hélt m.a. fyrirlestur um mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi fyrir ungmenni í Tvøroyri á Suðurey en Varðin Pelagic er staðsettur þar.

Tæknivæðing fiskvinnslu í Kanada - 28.11.2016

Matís var þátttakandi á ráðstefnu á vegnum CCFI (The Canadian Center for Fisheries Innovation www.ccfi.ca) 15.-16. nóvember sl. en ráðstefnan (Process Automation in Seafood Processing www.ccfi.co/workshop) fjallaði um framtíð tæknivæðingar og notkun sjálfvirkni í fiskvinnslu í Kanada.

Vitinn – vísar veginn - 25.11.2016

Aukin verðmæti gagna - verkefni styrkt af AVS. Markmið verkefnisins er að hanna og setja upp miðlægt vörulýsingarkerfi fyrir íslenskar sjávarafurðir, sem gefur mun meiri möguleika á nákvæmri greiningu útflutnings en tollskrárkerfið eitt og sér getur boðið upp á.

Ekkert slor! - 24.11.2016

Marel og Matís kynna nýtt myndband sem sýnir hvernig nútímatækni hefur gjörbreytt vinnsluaðferðum í fiskvinnslu og gert Ísland að þungamiðju þróunar og nýsköpunar í greininni.

Síða 1 af 11

Fréttir