Fréttasafn: nóvember 2016

Fyrirsagnalisti

Tæknivæðing fiskvinnslu í Kanada - 28.11.2016

Matís var þátttakandi á ráðstefnu á vegnum CCFI (The Canadian Center for Fisheries Innovation www.ccfi.ca) 15.-16. nóvember sl. en ráðstefnan (Process Automation in Seafood Processing www.ccfi.co/workshop) fjallaði um framtíð tæknivæðingar og notkun sjálfvirkni í fiskvinnslu í Kanada.

Vitinn – vísar veginn - 25.11.2016

Aukin verðmæti gagna - verkefni styrkt af AVS. Markmið verkefnisins er að hanna og setja upp miðlægt vörulýsingarkerfi fyrir íslenskar sjávarafurðir, sem gefur mun meiri möguleika á nákvæmri greiningu útflutnings en tollskrárkerfið eitt og sér getur boðið upp á.

Ekkert slor! - 24.11.2016

Marel og Matís kynna nýtt myndband sem sýnir hvernig nútímatækni hefur gjörbreytt vinnsluaðferðum í fiskvinnslu og gert Ísland að þungamiðju þróunar og nýsköpunar í greininni.

Afar fróðleg grein um mófugla í Icelandic Agricultural Sciences - 23.11.2016

Ný grein var að koma út í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast hana á slóðinni http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/bsinaawuad.html

Sjávarútvegsráðstefnan

3X Technology og Matís tilnefnd til Sviföldunnar 2016 - 21.11.2016

3X Technology og Matís, í samstarfi við fyrirtæki á Íslandi (Skaginn, FISK Seafood og Iceprotein), í Noregi (Grieg Seafood), Finnlandi (Hätälä) og Danmörku (Norway Seafood), hafa nú í töluverðan tíma unnið að rannsóknum á ofurkælingu og áhrifum hennar á vinnslu og gæði sjávarafurða. 3X og Matís eru í hópi þriggja aðila sem hafa hlotið tilnefningu til Sviföldunnar 2016, Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar, en úrslit verða kunngjörð á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í þessari viku í Hörpu. 

Viltu taka þátt í alþjóðlegu sjávarútvegsráðstefnunni - World Seafood Congress - 18.11.2016

Hafin er móttaka á útdráttum (abströktum) fyrir erindi og veggspjaldakynningar fyrir allar málstofur World Seafood Congress sem haldin verður í Reykjavík dagana 10.-13. september 2017.

3X_TECH

Kæling hefur áhrif á dauðastirðnun fisks - 17.11.2016

Skaginn/3X Technology í samstarfi við Matís og vestfirsk fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og fiskeldi, þ.e.a.s. Arnarlax og Íslandssaga, með stuðningi AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, hafa rannsakað áhrif ofurkælingar á dauðastirðnun í laxi og þorski.

Horizon 2020

Frábær árangur Matís og Háskóla Íslands í rannsóknastarfi Evrópu, Horizon2020 - 14.11.2016

Ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýsköpunar eykst og er þessi þróun í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs. Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi. Evrópskt samstarf um rannsóknir og nýsköpun er Íslendingum mikilvægt.

Vel gengur að vinna lýsi úr uppsjávarfiski - 8.11.2016

Margildi sérhæfir sig í fullvinnslu lýsis og Omega-3 til manneldis með áherslu á afurðir sem unnar eru úr loðnu, síld og makríl. Fyrirtækið fékk styrk frá AVS sjóðnum til þess að sinna markaðsmálum á lýsi úr uppsjávarfiski í samvinnu við Matís, Háskólann á Akureyri og HB Granda.

Frysting og þíðing - mikilvæg fyrir gæði sjávarafurða - 1.11.2016

Enn á ný sendir Matís frá sér fræðsluefni til eflingar íslensks sjávarútvegs. Að þessu sinni er það samantekt um frystingu og þíðingu sjávarafurða.


Fréttir