Fréttasafn: október 2016 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Matvælarannsóknir í breyttum heimi - 11.10.2016

Þann 20. október verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Matvælarannsóknir í breyttum heimi, þar sem kynntar verða innlendar rannsóknir og nýir straumar í matvælafræði.

VR_taekni_birt_af_vef_www.ruv.is

Í sýndarveruleika verða vísindin enn skemmtilegri - 10.10.2016

Matís hefur undanfarnar vikur unnið með Skotta Film að framleiðslu sýndarveruleikamyndbands um lífhagkerfið. Lífhagkerfið er hugtak sem fæstir þekkja og því var upplagt að útskýra hugtakið með nýjum og áhugaverðum hætti sem hrifið gæti sem flesta, þá sérstaklega yngri kynslóðina. Við erum afskaplega stolt af þessu myndbandi og stefnum að framleiðslu fleiri slíkra myndbanda á næstu vikum og mánuðum. Myndböndin má finna á Youtube rás Matís og hægt er að draga myndbandið til ef sýndarveruleikagleraugu eru ekki til staðar.

Rannsaka íslenska njólann - 7.10.2016

Í dag, föstudaginn 7. október, heldur Árný Ingveldur Brynjarsdóttir meistaravörn sína í auðlindafræðum. Vörnin hefst kl. 11:00 og verður í stofu M-201 á Sólborg en markmið verkefnisins var m.a. að ákvarða útdráttaraðferð og mæla lífvirkni í íslenska njólanum.

NordBio ráðstefnan hefst á morgun - kynning á vörum smáframleiðenda frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi - 4.10.2016

NordBio ráðstefnan hefst á morgun en ráðstefnan er loka punkturinn í þriggja ára formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni. Samhliða ráðstefnunni verða sýningar / kynningar á vörum sem smáframleiðendur unnu að innan áætlunarinnar, veggspjaldakynningar og kynningar á sýndarveruleikaefni um lífhagkerfið. Ókeypis aðgangur er á þessar sýningar / kynningar.

"Bestun sjóflutninga á ferskum fiskflökum og -bitum" og "Einangrun, vatnsrof og lífvirkni kollagens úr þorskroði" - 3.10.2016

Hvað eiga titlarnir hér að ofan sameiginlegt? Jú þetta eru efnistök tveggja fyrirlestra sem fram fara í dag og tengjast báðir Matís. Fyrirlestrarnir eru hluti af meistargráðu tveggja nemenda í matvælafræði við Háskóla Íslands.

Síða 2 af 2

Fréttir