Fréttasafn: september 2016

Fyrirsagnalisti

MNÍ

Matvælarannsóknir í breyttum heimi - 29.9.2016

Matvæladagur MNÍ 2016 verður haldinn föstudaginn 20 . október. Titill ráðstefnunnar í ár: Matvælarannsóknir í breyttum heimi. Fjölgun íbúa jarðar, skuldbindingar loftslagsmálum, takmarkaðar náttúruauðlindir og auknar kröfur um öryggi matvæla mun hafa áhrif á framleiðslu, vinnslu, dreifingu, sölu og neyslu matvæla.

Matís þátttakandi í risavöxnu verkefni - 28.9.2016

Þekkingarfyrirtækið Matís, sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði, hefur tryggt sér þátttöku í umfangsmiklu samevrópsku verkefni. Þar koma saman tugir leiðandi fyrirtækja, rannsókna- og menntastofnana til að finna leiðir til nýsköpunar á heimsmælikvarða og ýta undir frumkvöðlastarf innan álfunnar. Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (EiT) fjárfestir í verkefnunum fram til ársins 2020 fyrir 2,4 milljarða evra eða 290 milljarða íslenskra króna. Heildarfjárfestingin mun stappa nærri tíu milljörðum evra, eða 1.200 milljörðum íslenskra króna en þátttakendur fjármagna 75% af rannsóknunum sjálfir.

Sjávarútvegsráðstefnan

Framúrstefnuverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016 - 28.9.2016

Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar? Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2016.

Doktorsvörn og M.Sc. fyrirlestrar í HÍ - 26.9.2016

Nokkrir fyrirlestrar/varnir sem Matís tengist verða haldnir í vikunni. Um er að ræða fjóra M.Sc. fyrirlestra og eina doktorsvörn, en Paulina Elzbieta Wasik ver doktorsritgerð sína á föstudag kl. 13.

Matvælaframleiðsla gengur á ósjálfbærar auðlindir jarðarinnar - þessu er hægt að breyta! - 26.9.2016

Þorvaldseyri – Staðbundin sjálfbærni / Verkefnið Korn á norðurslóð – Nýir markaðir, sem styrkt er af NPA (Northern Periphery and Arctic Programme) er nú í fullum gangi innan Matís.

Fundur hagaðila í verkefninu Marine Biotechnology - 23.9.2016

Hagaðilafundur fer fram í Marine Biotechnology verkefninu 12. – 14. október nk. Fundurinn er fyrir aðila á sviði Sjávarlíftækni og með því að sækja fundinn fái þátttakendur einstakt tækifæri til kynna sér hvað er efst á baugi og haft áhrif á framtíðarstefnu í málaflokknum.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio - 23.9.2016

Ísland og Norræna ráðherranefndin boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio verkefna í Hörpu 5.-6. október 2016.

Áhugaverð heimsókn frá Kólumbíu - 21.9.2016

Þessa stundina stendur yfir heimsókn sendinefndar frá Kólumbíu og er umfjöllunarefnið í dag jarðvarmi og nýting hans. Á morgun verður fjallað um íslenskan sjávarútveg í víðu samhengi.

Hlutverk landbúnaðarins í lífhagkerfi Norðurslóða - 6.-8. október - 19.9.2016

Níunda alþjóðaráðstefna Samtaka um landbúnað á Norðurslóðum (Circumpolar Agricultural Conference) verður haldin hér á landi á Hótel Söga 6.-8. október 2016.

GregAsta

Heimsókn frá Research Executive Agency - 12.9.2016

Þær Dr. Agne Dobranskyte-Niskota, fulltrúi rannsóknarverkefna (Research Programme Officer) og Sophie Doremus, lögfræðingur, báðar frá Research Executive Agency (REA) Evrópusambandins heimsóttu Matís þann 7. september.

Síða 1 af 2

Fréttir