Fréttasafn: ágúst 2016

Fyrirsagnalisti

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio - 30.8.2016

Ísland og Norræna ráðherranefndin boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio verkefna í Hörpu 5.-6. október 2016.

Endurskoðun ársreiknings Matís er athugasemdalaus enn eitt árið - 24.8.2016

Nú fyrir stuttu skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu vegna endurskoðunar á ársreikningi Matís fyrir árið 2015. Skemmst er frá því að skýrslan er athugasemdalaus og er þetta í annað sinnið á þessu ári sem Matís fær góða einkunn hvað þessi mál varðar.

Nature birtir grein um lífhagkerfisstefnu - 10.8.2016

Hið virta vísindatímarit Nature, birti nýverið grein um fimm lykilatriði varðandi þróun lífhagkerfisins. Greinin byggir á afrakstri stórrar ráðstefnu, Global Bioeconomy Summit, sem fram fór í Berlín haustið 2015, en Sigrún Elsa Smáradóttir, forstöðumaður lausna og ráðgjafar hjá Matís, sat í stýrihópi ráðstefnunnar.

Makríll | Mackerel

Rannsóknir á íslenskum makríll vekja athygli - umfjöllun í erlendum fagtímaritum - 8.8.2016

Undanfarin misseri hefur Matís, í samstarfi við helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, staðið að viðamiklum rannsóknum á makríl. Þetta rannsóknasamstarf hefur snúist um umfangsmiklar rannsóknir á eðlis- og efniseiginleikum makrílsins sem hafa m.a. náð til veiða, árstíma, meðhöndlunar, vinnslu, frystitækni, geymslu og flutninga.

Ruglingslegar upplýsingar um léttsaltaða fiskinn! - 2.8.2016

Fyrstu fréttir af léttsöltuðum saltfiski í framleiðslu bárust í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Á þeim tíma var einn framleiðandi á Vestfjörðum sem framleiddi léttsöltuð og lausfryst flök fyrir Spánarmarkað. Léttsaltaður frosinn fiskur var fyrst og fremst hugsaður sem ódýrari valkostur en útvatnaður hefðbundinn saltfiskur, enda vinnsluferlið töluvert styttra og einfaldara.


Fréttir