Fréttasafn: júlí 2016

Fyrirsagnalisti

Allt í land! - 25.7.2016

Komin er út skýrsla á vegum Matís er fjallar um hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu á Íslandi. Í skýrslunni er greint frá hliðarafurðum sem unnar eru úr hráefni er til fellur við vinnslu á okkar helstu bolfisktegundum, hver þróun vinnslunnar hafi verið á síðastliðnum árum hvað varðar magn og verðmæti, auk þess sem fjallað er um lítið- eða ónýtt tækifæri í enn frekari fullvinnslu bolfisksafla.

Athyglisverð grein í Icelandic Agricultural Sciences - fæðuval landsela - 20.7.2016

Ný grein var að koma út í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS) og hægt er að nálgast hana á slóðinni http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/bsinaawuad.html  

Greinin nefnist „Diet of harbour seals in a salmon estuary in North-West Iceland“ og er eftir höfundana Söndru M. Granquist og Erling Hauksson.

Getur þang haft jákvæð áhrif á blóðsykur? Viltu taka þátt til auka þekkingu? - 13.7.2016

Rannsóknarstofa í Öldrunarfræðum, Landakoti 5L og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands óskar eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

Fyrsti vinnufundurinn í MacroFuels - 7.7.2016

MacroFuels er verkefni sem er hluti af Horizon 2020, rannsóknaráætlun evrópu 2014-2020, og hófst verkefnið í byrjun árs. Matís tekur þátt í þessu verkefni sem hefur það að markmiði að þróa eldsneyti úr þangi, til dæmis bútanól, etanól , furanic-efni og lífgas (metan).

Lífhagkerfisstefna 2016 - 1.7.2016

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er frétt um lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland. Lífhagkerfisstefnan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila. Þessi vinna hefur verið leidd af Matís í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


Fréttir