Fréttasafn: maí 2016

Fyrirsagnalisti

Ekki ruglast! Matís er ekki Matvís sem er ekki MAST..... - 27.5.2016

Ekki nóg með að nöfn þessara eininga séu keimlík heldur er umfjöllunarefni þeirra að mörgu leyti það sama; matur! Það er því alls ekki skrýtið að fólk ruglist. Og til að bæta gráu ofan á svart þá eru þau með aðsetur eða útibú á nánast sama svæðinu í Reykjavík.

Kynningar- og vinnufundur: Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland - 23.5.2016

Fimmtudaginn 26. maí kl. 14-16 fer fram kynning á drögum að lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík.

Gengur þú um með matarhugmynd í maganum? - við skulum taka slaginn með þér - 20.5.2016

Vertu velkomin(n) á vinnufund hjá Matís þar sem farið verður í gegnum praktíska þætti matarvöruþróunar og hvernig vel skipulögð matarhönnun getur gert vöru einstaka og eftirsóknarverða.

Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla - 19.5.2016

Matur er mikils virði er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu í dag, fimmtudaginn 19. maí. Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnunnar og verður sjónum beint að framtíðinni og leiðum til að auka verðmæti þeirra matarauðlinda sem Íslendingar búa yfir.

Málþing um nýsköpun, fjárfestingu og fjármögnunarleiðir fyrir matvæla- og líftæknifyrirtæki - 13.5.2016

Rannís, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins bjóða til málþings í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 17. maí nk. frá kl. 13:00-16:00.

Laus staða lektors - rannsóknir og kennsla í fiskeldisfræðum - 11.5.2016

Lektor óskast til starfa í sameiginlega stöðu Háskólans á Hólum og Matís með starfsstöð í Verinu á Sauðárkróki.

Skjaldarmerki

Nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar í heimsókn hjá Matís - 10.5.2016

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom nú fyrir stuttu ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins í heimsókn til Matís. Kynnti hann sér starfsemi Matís, hitti Svein Margeirsson, forstjóra Matís og nokkra starfsmenn fyrirtækisins.


Fréttir