Fréttasafn: apríl 2016

Fyrirsagnalisti

Lengi býr að fyrstu gerð – sýnum það besta - 29.4.2016

Hvað er betra en að fá þá sem kunna til verka að sýna hvernig gott verk er unnið. Matís og Landssamband smábátaeigenda (LS) blása til samkeppni meðal sjómanna um að sýna í máli og myndum hvað þarf til svo fyrsta flokks afli berist að landi.

Greining fiskveiðistjórnunarkerfa: notkun líkana og hermun - 26.4.2016

Mánudaginn 2. maí ver Sigríður Sigurðardóttir starfsmaður Matís doktorsritgerð sína í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Logo_HI

Háskóli Íslands upp um nær 50 sæti á lista yfir bestu háskóla heims – Matís er stoltur samstarfsaðili - 15.4.2016

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að Háskóli Íslands (HÍ) fékk enn eina rós í hnappagatið fyrr í þessari viku þegar Times Higher Education World University Rankings 2015-2015 birti lista yfir bestu háskóla heims. Skólinn færist upp um hartnær 50 sæti á þessum lista, úr 270. sæti í það 222.

Er sjálfbær aukning í fiskveiðum möguleg í ljósi loftlagsbreytinga? - 14.4.2016

Loftlagsbreytingar eru raunverulegar og viðvarandi. Meðal þess sem veldur áhyggjum í tengslum við loftlagsbreytingar er ógn við sjálfbæran vöxt fiskeldis og fiskveiða á heimsvísu. Jarðarbúum fjölgar ört, kröfur um næringarríkan og hollan mat aukast og framtíðarspár benda til samdráttar í matvælaframleiðslu vegna loftlagsbreytinga

HA_logo_rautt

Áhugaverð ráðstefna á Akureyri - Sjávarútvegur á Norðurlandi - 14.4.2016

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) stendur fyrir áhugaverðri ráðstefnu á morgun, föstudaginn 15. apríl. Fjöldi góðra fyrirlesara mun þar flytja erindi sem tengjast sjávarútvegi og er einn þeirra Sæmundur Elíasson frá Matís og Háskólanum á Akureyri.

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins - 12.4.2016

Fyrir stuttu hlaut dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri IceProtein og Protis, hvatningarverðlaun sjávarútvegsins. Verðlaunin eru rós í hnappagat Hólmfríðar, starfsfólks IceProtein og Protis og FISK Seafood, eiganda IceProtein og Protis og viðurkenning á starfsemi þessara fyrirtækja í Skagafirði. Verðlaunin eru auk þess sérstakt ánægjuefni fyrir Matís því ekki er svo langt síðan Hólmfríður starfaði hjá við líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki.

Allt í land - fundur um bætta nýtingu sjávarafla á norðurslóðum - 11.4.2016

Samhliða formennskuáætlun Færeyinga í Norrænu ráðherranefndinni hefur færeyska fyrirtækinu Syntesa verið falið að kanna möguleika hinna Norrænu þjóða á bættri nýtingu sjávarafla.

Fiskeldi | Aquaculture

Hvað er í fóðri fiska? - 6.4.2016

Svik í viðskiptum með matvæli eru alvarlegt vandamál og fiskur meðal þeirra matvæla þar sem mest svindl virðist viðgangast. Matís efndi til málstofu þar sem fjallað var um matvælasvik frá ýmsum hliðum, og meðal annars skoðað á hvaða hátt erfðatækni getur nýst til að stuðla að auknum heilindum.

iceprotein

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins - 1.4.2016

Nú rétt í þessu voru Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Clean_ocean

Mikilvægi örvera fyrir íslenskan sjávarútveg – úthlutun öndvegisstyrkja Rannís - 1.4.2016

Rannís úthlutaði styrkjum úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2016 í síðasta mánuði. Matís hlaut tvo öndvegisstyrki, þar af er Matís með verkefnastjórn í öðru þeirra, en báðir styrkirnir tengjast örverurannsóknum. Matís hlaut einnig rannsóknastöðu- og doktorsnemastyrki sem  tengjast annarsvegar rannsóknum á örverum og hinsvegar makrílrannsóknum.


Fréttir