Fréttasafn: febrúar 2016

Fyrirsagnalisti

Skemmtileg heimsókn frá Háskólafélagi Suðurlands - 29.2.2016

Fyrir stuttu komu nemendur Matvælabrúarinnar frá Háskólafélagi Suðurlands í heimsókn í Matís og dvöldust hér daglangt á námskeiði í skynmati. Kennarar voru Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir.

Fréttir að norðan – heimsóknir nemenda - 24.2.2016

Margir vita af starfsstöð Matís á Sauðárkróki en þar rekur Matís líftæknismiðju sína. Matís er einn Verbúanna, fyrirtækja og stofnanna sem hafa hreiðrað um sig í Verinu, Vísindagörðum. Í verinu er alltaf eitthvað að frétta og hér eru tvær fréttir frá Króknum!

Fréttir að norðan – heimsóknir nemenda - 24.2.2016

Margir vita af starfsstöð Matís á Sauðárkróki en þar rekur Matís líftæknismiðju sína. Matís er einn Verbúanna, fyrirtækja og stofnanna sem hafa hreiðrað um sig í Verinu, Vísindagörðum. Í verinu er alltaf eitthvað að frétta og hér eru tvær fréttir frá Króknum!

Matís á sjávarútvegssýningunni í Boston - 22.2.2016

Sjávarútvegssýningin í Boston fer fram 6.-8. mars nk. Fjöldi íslenskra fyrirtækja verður á sýningunni, þar á meðal Martak, Skaginn/3X, Fjarðarlax, HB Grandi, Sæplast, Marel og Matís, svo fáein séu nafngreind.

HACCP og framleiðsla sjávarfangs - 19.2.2016

HACCP – bókin sem nú birtist á vefnum er ætluð sem stuðningsefni fyrir þá sem vilja kynna sér HACCP og uppsetningu slíks kerfis í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta fræðsluefni er liður í því að koma á framfæri þekkingu til þeirra sem bera ábyrgð á öruggri matvælaframleiðslu.

Margildi komið í "Glass of fame" - 18.2.2016

Í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12 er glerskápur sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að inn í skápnum er að finna fjöldann allan af vörum sem samstarfsaðilar Matís hafa þróað og komið í neytendapakkningar. Auðvitað er plássið lítið í svona skáp og ekki allar vörur samstarfsaðila sem komast þar fyrir.

Matís – stórt hlutverk í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum - 16.2.2016

Matís hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki á meðal fyrirtækja í sjávarútvegi. Að hluta til má segja það saman varðandi landbúnaðinn þá sérstaklega undanfarið þegar kemur að smáframleiðslu matvæla, og eru matarsmiðjur Matís mikilvægur hlekkur í því.

Níunda alþjóðaráðstefna Samtaka um landbúnað á Norðurslóðum - 15.2.2016

Samtök um landbúnað á Norðurslóðum (e. Circumpolar Agricultural Association, CAA) eru samtök einstaklinga í öllum löndum á Norðurslóðum. Ráðstefnur samtakanna eru haldnar á þriggja ára fresti og verður níunda ráðstefnan haldin í Reykjavík dagana 6. til 8. október 2016.

Stefnumarkandi samningur Martaks og Matís - 10.2.2016

Martak ehf. sem sérhæfir sig í lausnum fyrir matvælavinnslur, einkum rækjuvinnslu og rannsóknafyrirtækið Matís hafa gert með sér rammasamkomulag um að efla þekkingu við vinnslu sjávarafurða.

Hvítfiskur í Norður-Atlantshafi – leiðir til aðgreiningar frá ódýrari fiski - 9.2.2016

WhiteFishMall verkefninu er nú nýlokið en í því verkefni var markmiðið að tryggja enn frekari aðgreiningu á bolfiski úr Norður-Atlantshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum, sem nú streyma inn á okkar helstu markaðssvæði, sér í lagi inn á Bretlandsmarkað.

Síða 1 af 2

Fréttir