Fréttasafn: janúar 2016

Fyrirsagnalisti

Neysla Íslendinga á seleni, arseni, kadmíum og kvikasilfri úr sjávarafurðum - 28.1.2016

Lilja Rut Traustadóttir heldur fyrirlestur til meistaraprófs í Háskóla Íslands 3. febrúar nk. en rannsókn hennar byggir á aðferðafræði heildarneyslurannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar má nýta til stefnumótunar í lýðheilsu og þá sérstaklega sem ráðleggingar til ungra kvenna um hollustu sjávarafurða.

Makríll | Mackerel

Aukin afköst við kælingu makríls - fyrlestur til meistaraprófs við HÍ - 27.1.2016

Sindri Rafn Sindrason flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er "Aukin afköst við kælingu makríls". 

Fundur á Blönduósi um heimavinnslu matvæla - 25.1.2016

Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu komu saman á dögunum og ræddu möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði. Í framhaldinu var ákveðið að boða til fundar þar sem Óli Þór Hilmarsson frá Matís heldur erindi til kynningar og fræðslu um hvað þurfi að gera til að koma slíku í gang, en frá þessu segir á www.huni.is.

!!Matis_logo

Þrjú útflutningsleyfi fyrirtækja í gegnum Matarsmiðju Matís - 18.1.2016

Á dögunum fékk Margildi svokallað A leyfi útgefið af Matvælastofnun til framleiðslu, sölu og dreifingar á lýsi úr uppsjávarfiskum en slíkt leyfi gerir þeim kleyft að flytja framleiðsluvörur sínar til annarra Evrópulanda.

Losum okkur við farveg klíkumyndunnar og raunverulegir hæfileikar blómstra - 15.1.2016

Eitthvað í þessa veru orðar Alda Möller þetta í áhugaverðu viðtali við Intrafish fyrir stuttu. Intrafish er fréttaveita um sjávarútvegsmál en Alda er fyrrum starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (Rf er forveri Matís).

Ný útgáfa af Icelandic Agricultural Sciences - 14.1.2016

Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences, árgangur 28/2015 er nú fullfrágengið á heimsíðu ritsins http://www.ias.is, en Matís er einn af útgefendum þess.

Keppni í nýsköpun vistvænna matvæla 2016 - kallað eftir keppnisliðum - 11.1.2016

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí.

Hagnýting korns til matvælaframleiðslu - 6.1.2016

Eitt viðfangsefna sem Matís hefur umsjón með og byggir á gamalli arfleifð, er samstarf um hagnýtingu korns til matvælaframleiðslu. Landbúnaður í löndum við Norður-Atlandshaf býr við svalt loftslag og stuttan vaxtartíma plantna.

Ársskýrsla Matís 2015 - 5.1.2016

Ársskýrsla Matís er komin út. Að þessu sinni snýr megin efni skýrslunnar að þeim góða grunni sem byggst hefur upp hjá Matís og forverum Matís undanfarna áratugi. Vægi þeirra stofnanna og fyrirtækja sem runnu í eina sæng þegar Matís var stofnað árið 2007 er enn þann dag í dag mikið í starfsemi Matís.

Ársskýrsla Matís 2015 - enska útgáfan - 4.1.2016

Ársskýrsla Matís er komin út. Að þessu sinni snýr megin efni skýrslunnar að þeim góða grunni sem byggst hefur upp hjá Matís og forverum Matís undanfarna áratugi. Vægi þeirra stofnanna og fyrirtækja sem runnu í eina sæng þegar Matís var stofnað árið 2007 er enn þann dag í dag mikið í starfsemi Matís.


Fréttir