Fréttasafn: desember 2015

Fyrirsagnalisti

Jólalógó Matís

Móttaka og skiptiborð Matís um jólahátíðina - 23.12.2015

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

SKB

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) - 22.12.2015

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Þróunarsamvinna í starfsemi Matís - 21.12.2015

Matís og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar á undan hefur verið samstarfsaðili um kennslu í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, UNU-FTP, frá upphafi starfsemi skólans árið 1998.

!!Matis_logo

Rannsóknir tengdar húðvörum - 17.12.2015

Vegna umfjöllunar um húðvörur frá fyrirtækinu Villimey sem birtist í DV í gær, 16. desember 2016, vill Matís taka eftirfarandi fram:

Sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum - 11.12.2015

„Við viljum að það teljist sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum við fiskveiðirannsóknir og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi líti á vísindamenn sem verðmæta samstarfsaðila í stefnumótunarvinnu,“ sagði Steve Mackinson frá Miðstöð umhverfis-, sjávarútvegs- og fiskeldisvísinda í Bretlandi í nýlegu viðtali í Horizon, EU Research & Innovation Magazine en tilefnið var m.a. WhiteFish verkefnið sem Matís og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) tóku þátt í fyrir Íslands hönd.

Handverkssláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti - 8.12.2015

Hjá handverkssláturhúsinu í Seglbúðum í Landbroti starfar fumkvöðull sem leitaði til Matís um úrlausn sinna mála. Erlendur  Björnsson bóndi hafði lengi haft áform um að koma sér upp kjötvinnslu, til að vinna afurðir úr eigin hráefni. Til þess hafði hann hugsað sér að nýta stóra skemmu við bæinn,  sem hann hafði komið sér upp fyrir nokkrum árum, en var fremur illa nýtt, mestmegnis sem geymsla fyrir tæki og tól.

Matís auglýsir eftir handverksfyrirtækjum - 6.12.2015

Í sumar fór af stað verkefnið „Craft Reach“ sem hefur það markmið að styðja við sprotafyrirtæki og núverandi smáframleiðendur á afskekktum og strjálbýlum svæðum. Matís er einn af sjö samstarfsaðilum verkefnisins sem styrkt er til þriggja ára af Northern Pheryphery and Arctic programme. Verkefnið mun byggja á velgengni og reynslu verkefnisins „Économusée Craft International“ sem lagði grunninn að þessu verkefni.

Fiskeldi | Aquaculture

Framboði á fiski á heimsvísu verður vart viðhaldið nema með eldisfiski - 1.12.2015

Eftirspurn eftir fiski eykst stöðust og verður því að auka framboð á eldisfiski til að halda framboði stöðugu og minnka álag af fiskveiðum. Fiskmjöl er ríkjandi próteingjafi í fiskafóðri en framleiðsla mjölsins hefur dregist saman því nýting uppsjávarfisks í verðmætari afurðir hefur aukist vegna betri fiskveiðitækni og betri kælingar hráefnisins.


Fréttir