Fréttasafn: nóvember 2015

Fyrirsagnalisti

Sjávarútvegsráðstefnan

Vel heppnuð Sjávarútvegsráðstefna 2015 að baki - 26.11.2015

Matís tók þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem lauk í síðustu viku. Óhætt er að segja að aldrei hafi jafn margir sótt ráðstefnuna og eru skipuleggjendurnir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þeir starfsmenn Matís sem sóttu ráðstefnuna taka í sama streng.

Lífssaga 186 Atlantshafslaxa - 25.11.2015

Uppruni og lífssaga 186 Atlantshafslaxa veiddum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar var rannsökuð með því að nota DNA stuttraðir til að meta uppruna og hreistur og kvarnir til að finna út hversu langan tíma laxarnir hafa dvalið í ferskvatni og sjó. Rannsókn þessi var gerð hjá Matís í samvinnu við Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.

HI_merki

Traust samstarf við Matís um kennslu og rannsóknir - 24.11.2015

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og Matís hafa gert samning sín á milli um áframhaldandi samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undirrituðu samninginn í gær. Með samningnum er tryggð áframhaldandi samvinna um að þróa og bæta nám í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Samkomulagið festir enn frekar í sessi hið öfluga samstarf Háskóla Íslands og Matís.

Marlýsi - Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 - 20.11.2015

Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf., hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015.

Sjávarútvegsráðstefnan 2015 - 16.11.2015

Sjávarútvegsráðstefnan 2015 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 19. - 20. nóvember

Starfsmaður Matís í mikilvægu starfi hjá SAFE Consortium - 10.11.2015

Dr. Hrönn Jörundsdóttir hefur verið skipuð stjórnsýsluritari af framkvæmdastjórn SAFE Consortium, evrópskum samtökum um matvælaöryggi.

matis

Lífeyrisskuldbindingar Matís ohf. - 6.11.2015

Þann 22. janúar 2009 var undirritaður samningur á milli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) annars vegar og fjármálaráðuneytisins og Matís ohf. kt. 670906-0190 hins vegar um árlegt uppgjör á skuldbindingum vegna starfsmanna Matís ohf. skv. 33. gr. laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Samningur þessi tók gildi frá og með 1. janúar 2007 þegar Matís ohf. var stofnað.

Matís - brú milli háskóla og atvinnulífs - 2.11.2015

Matís er í miklu samstarfi við Háskóla Íslands, sem og aðra ríkisrekna háskóla, til þess að tryggja góða samvinnu milli atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Fyrirtækið vinnur að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi.


Fréttir