Fréttasafn: október 2015

Fyrirsagnalisti

Fundur hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi - MareFrame - 30.10.2015

Nú rétt í þessu lauk fundi í MareFrame verkefninu. Fundurinn var með íslenskum hagsmunaaðilum, þversniði af þeim hagsmunaaðilum sem fiskveiðistjórnun hefur áhrif á. 

Þurrkun og reyking eru hagkvæmar varðveisluaðferðir - 16.10.2015

Cyprian Ogombe Odoli mun verja doktorsritgerð sína í matvælafræði fimmtudaginn 22. október næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.14:00.

MNÍ

Matvæladagur MNÍ 2015 haldinn fimmtudaginn 15. október - 12.10.2015

Titill ráðstefnunnar í ár: Hvaða efni eru í matnum ?  Vitum við það ? Brýn þörf á gagnagrunnum & viðhaldi þeirra.

European Sensory Network - 6.10.2015

Matís skipuleggur fund European Sensory Network (ESN), sem eru samtök sérfræðinga á sviði skynmats og neytendarannsókna, 8. og 9. október nk. á Grand Hótel Reykjavik. Á fundinum, sem er lokaður og hefur fyrirtækjum í matvælaframleiðslu verið boðið til fundarins, verður lögð áhersla á framvindu og niðurstöður nýjustu rannsókna sem samtökin hafa komið að. 

Inngangur að fisktækni - beint úr prentun! - 5.10.2015

Matís og Fisktækniskólinn í Grindavík hafa unnið saman að gerð þessa efnis sem nú birtist og hefur fengið heitið „Inngangur að fisktækni“ en þar er að finna fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um framleiðslu sjávarafurða.

Arsenic

Er arsen til vandræða? - 3.10.2015

Undanfarna daga og vikur hefur verið nokkuð hávær umræða um arsen (e. arsenic) og mögulega skaðsemi efnisins. Sitt sýnist hverjum um þetta efni sem finnst í sumum matvælum og í mismiklu magni. Livsmedelsverket (systurstofnun Matvælastofnunar) þykir ástæða til að neytendur takmarki neyslu á hrísgrjónum og afurðum úr hrísgrjónum og gáfu út ráðleggingar í þá veru í síðustu viku.

Örugg matvæli | Food safety

28 ára fangelsi fyrir salmonellusmit - matvælaöryggi er undirstaða allrar matvælaframleiðslu - 2.10.2015

Fyrir nokkrum dögum bárust okkur fréttir af því að forsvarsmenn hnetuframleiðanda hefðu verið dæmdir í 20 og 28 ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í útbreiðslu salmonellu mengaðra matvæla. Ekki er ætlunin með þessari frétt að leggja nokkurn mat á þær fréttir en áhugavert er að velta fyrir sér mikilvægi öruggra matvæla þegar slíkar fréttir berast.


Fréttir