Fréttasafn: ágúst 2015

Fyrirsagnalisti

Guðjón Þorkelsson prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ - 31.8.2015

Guðjón Þorkelsson, starfsmaður Matís, fékk fyrir stuttu stöðu prófessors við Háskóla Íslands. Guðjón hefur lengi kennt við háskólann eða allar götur síðan 1978. Guðjón lagði stund á líffræði við HÍ þaðan sem hann útskrifaðist árið 1977 og nám í matvælafræði í kjölfarið en Guðjón er með meistaragráðu í matvælafræði frá háskólanum í Leeds í Englandi þaðan sem hann útskrifaðist 1981. Auk þessa situr Guðjón í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Tvær mjög athyglisverðar greinar í Icelandic Agricultural Sciences - 27.8.2015

Tvær nýjar greinar hafa nú birst í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast þær á vef IAS

Flæði gagna milli aðila í sjávarútveginum - 24.8.2015

Ljóst er að miklu magni gagna er safnað við veiðar og vinnslu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þessar upplýsingar eru oft notaðar að þeim sjálfum við veiðistýringu síðar meir þar sem sótt er í ákveðnar tegundir eða ákveðna einginleika afla. Einnig eru dæmi um að fyrirtækin noti þessi gögn við framlegðarútreikninga fyrir veiðar og vinnslu.

Hausana í land? - 17.8.2015

Við upphaf fiskveiðiársins 2012/13 gekk i gildi reglugerð sem skyldar útgerðir vinnsluskipa til að koma með að landi hluta þeirra þorskhausa sem til falla við vinnslu í íslenskri lögsögu. Forsaga þess að reglugerðin var sett, áhrif reglugerðarinnar á landað magn þorskhausa fyrstu tvö fiskveiðiárin sem reglugerðin hefur verið í gildi og mögulegar leiðir útgerðanna til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar, eru rakin í skýrslu sem Matís gaf nýlega út.

Skagafjörður er gæðaáfangastaður Íslands  - 13.8.2015

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið útnefnt gæðaáfangastaður Íslands fyrir verkefni sem ber heitið Matarkistan Skagafjörður. Ferðamálastofa útnefndi Skagafjörð, en gæðaáfangastaðir eru valdir um alla Evrópu í samevrópsku verkefni en frétt þess efnis birtist í Kjarnanum fyrir stuttu.
Arnarstapi ©Páll Gunnar Pálsson

Hugtakasafn fiskiðnaðarins er nú aðgengileg á netinu - 10.8.2015

Hugtakasafn Fiskiðnaðarins sem nú birtist á vefnum tekur saman ýmis hugtök úr fiskiðnaðinum og gefur þeim skýrari merkingu. Þetta hefur verið reynt að gera bæði með orðum og myndum. Safnið var upphaflega unnið í tengslum við verkefnið „Aukin verðmæti gagna.“


Fréttir