Fréttasafn: júlí 2015

Fyrirsagnalisti

Logo Matís

Traust starfsemi með heilindi að leiðarljósi - 30.7.2015

Matís er í forystuhlutverki sem eitt öflugasta rannsóknafyrirtæki landsins, það leiðir rannsókna- og samstarfsverkefni fyrirtækja og styrkir þannig innlenda þekkingu, treystir verðmætasköpun og stuðlar að bættum lífsskilyrðum. Heilindi skipta stjórnendur og starfsmenn miklu máli, hvort sem um er að ræða heilindi í vísindastarfi og rannsóknum eða heilindi þegar kemur að rekstri og fjárhagslegri stjórnun Matís.

Ísaðir þorskar

Iceland School of Fisheries - Executive Program - 27.7.2015

Opni háskólinn í HR í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Matís, aðrar háskólastofnanir og helstu rannsóknarstofnanir á Íslandi hafa sett á fót yfirgripsmikið nám fyrir erlenda stjórnendur og sérfræðinga í sjávarútvegi með það að markmiði að þróa og dýpka skilning þeirra á atvinnugreininni. 

Færðu örugglega starf að loknu námi? - 22.7.2015

Mikilvægt er að velja áhugaverða námsbraut þegar ákvörðun um framhaldsmenntun er tekin. Mikil samkeppni er oft um störf eftir framhaldsmenntun og ekki allir sem fá starf strax eftir skóla.

Matís auglýsir eftir sérfræðingum - 14.7.2015

Áhugasamir einstaklingar hafa e.t.v. rekið augun í auglýsingar frá Matís um nýliðnar helgar.

Góðir gestir á góðum degi - 9.7.2015

Rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU) dr. David M. Malone heimsækir Ísland og þá skóla UNU sem starfræktir eru hér á landi í þessari viku. Mánudaginn 6. júlí s.l. leit Rektor David ásamt fylgdarliði við hjá Matís.

Kaldar staðreyndir í sumarhita - 7.7.2015

Kæling er mikilvæg allt árið um kring, en sérstaklega mikilvæg yfir sumarmánuðina.

Jákvæð þróun fyrir matvælaöryggi - 6.7.2015

Föstudaginn 3. júlí s.l. sömdu Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið og Matís um rekstur Matís á tilvísunarrannsóknastofum á sjö sviðum.

Hvað er átt við með lífhagkerfi? - 1.7.2015

Að undanförnu hefur í vaxandi mæli orðið vart við hugtakið lífhagkerfi (e. bioeconomy). Sem dæmi má nefna að formennska Íslands í Norræna ráðherraráðinu snérist um lífhagkerfi Norðurlanda (e. Nordic bioeconomy) og jafnframt tekur núverandi formennska Dana í Norræna ráðherraráðinu mið af lífhagkerfinu og þá sérstaklega því sem tengist hafinu, eða hinu bláa lífhagkerfi (e. blue bioeconomy).


Fréttir