Fréttasafn: júní 2015

Fyrirsagnalisti

Einstakt tækifæri til að stuðla að auknum heilindum matvæla - 26.6.2015

Matís hvetur alla áhugasama aðila til að skrá hugmyndir sínar sem stuðlað geta að auknum heilindum í virðiskeðjum matvæla. Matís sem formlegur þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi mun ekki keppa um þá fjármuni sem hér eru boðnir til afmarkaðra rannsókna á sviði MatarHeilinda enda var það aldrei ætlunin. Í samræmi við áform þátttakenda í verkefninu er hér verið að opna samstarfið með þessum hætti fyrir utanaðkomandi aðilum.

Fjöldi sumarnemenda hjá Matís - 24.6.2015

Í sumar starfar hjá Matís fjöldi erlendra og innlendra sumarnemenda. Hlutverk þeirra er margvíslegt, allt frá rannsóknastörfum til markaðsstarfa og allt þar á milli.

Matís aðstoðar ríki í Karabíska hafinu við uppbyggingu í sjávarútvegi - 22.6.2015

Margeir Gissurarson, fagstjóri hjá Matís og Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís eru nú stödd í Karabíska hafinu þar sem þau veita stjórnvöldum ríkja á svæðinu ráðgjöf varðandi þætti sem snúa að sjávarútvegi og útflutningi fisks fá svæðinu, þá sérstaklega til Evrópu.

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna - 18.6.2015

Matís hvetur starfsfólk sitt til að sækja hátíðarhöld vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna og sýna þannig í verki stuðning sinn við jafnrétti.

Viljayfirlýsing um samstarf Hafrannsóknastofnunarinnar á Nýfundnalandi í Kanada og Matís - 15.6.2015

Í lok síðustu viku skrifuðu Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Glenn Blackwood, aðstoðar forseti Memorial háskólans í Nýfundnalandi og Labrador, undir viljayfirlýsingu um samstarf til aukins framgangs kennslu, þjálfunar og rannsókna og þróunar í málefnum tengdum sjálfbærum fiskveiðum.
Horizon 2020

Áhrif samverkandi efnasambanda á okkar daglega líf - 11.6.2015

EuroMix (European Test and Risk Assessment Strategies for Mixtures) er nýtt verkefni sem styrkt er af rannsóknaráætlun Evrópu (H2020). EuroMix mun leggja fram tilraunaáætlun til að rannsaka sameiginleg áhrif efnasambanda (efnablöndu) sem við komumst í snertingu við í okkar daglega lífi þar sem beitt verður bæði nýjum og áður þekktum eiturefnafræðilegum prófunum.

Verðmætaaukning í íslenskum sjávarútvegi - 3.6.2015

Íslenskur sjávarútvegur er mikilvægur Íslendingum og íslenska hagkerfinu. Síðastliðin 20 ár eða svo hefur virði aflans aukist umtalsvert og það á sama tíma og heildarmagn afla hefur verið nánast óbreytt; við erum semsagt að nýta hvert kg. afla betur en nokkurn tímann áður! 

Ekki veiða það sem þú vilt ekki og fullnýttu það sem þú veiðir! - 1.6.2015

Upphafsfundur í íslenska hluta verkefnisins DiscardLess fór fram hjá Matís í sl. viku en verkefnið gengur út á að auka fullnýtingu á öllum afla sem veiddur er innan landa Evrópu og er stýrt af DTU í Danmörku. Upplýsingarnar og tæknin sem koma út úr verkefninu verða auk þess nýtanleg í öðrum löndum enda öllum til hagsbóta að sjávarfang sem ekki er óskað eftir eða ekki er nýtt sé annaðhvort ekki veitt eða fullnýtt til aukinnar verðmætasköpunar.


Fréttir