Fréttasafn: maí 2015

Fyrirsagnalisti

Christian Patermann í Skagafirði  - 27.5.2015

Dr. Christian Patermann er aftur á leið til Matís. Dr. Patermann er af mörgum álitinn „Faðir" lífhagkerfisins í Evrópu og mun hann m.a. taka þátt í fundi sem haldinn verður í Verinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 28. maí kl. 16:00-17:15.

Fiskbókin er opin - 26.5.2015

Búið er að opna Fiskbókina en bókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, s.s. veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar er mögulegt að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók.

Heima er bezt - tækifæri í framleiðslu matar - 19.5.2015

Á morgun, miðvikudaginn 20. maí, verður ráðstefnu- og ráðgjafardagur að Hólmi á Mýrum. Dagskráin stendur frá kl. 11-14 en að lokinni dagskrá gefst áhugasömum kostur á einkaviðtali við sérfræðinga Matís um allt sem kemur að framleiðslu matar.

Þekkir þú matinn þinn? | Do you know your food?

Á bak við tjöldin - 18.5.2015

Þegar matvara er skoðuð út í búð þá eru flestir að velta fyrir sér t.d. verði, gæðum eða hollustu, okkur finnst það sjálfsagt mál að varan uppfylli allar kröfur um heilnæmi og öryggi og það á ekki að vera matur á boðstólum úr í búð sem ekki er fullkomlega í lagi.

Lífhagkerfið, leið til sjálfbærni - 8.5.2015

Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir.

UNA skincare fær viðurkenningu - 6.5.2015

Á ársfundi Íslandsstofu hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH). 

Þversnið af þangi - 4.5.2015

Matís hefur nýverið fengið úthlutað Marie Skłodowska-Curie nýdoktor styrk sem er ætlað að veita ungum vísindamönnum þá þekkingu, hæfni og alþjóðlegu reynslu sem þarf til að tryggja farsælan feril.


Fréttir