Fréttasafn: apríl 2015

Fyrirsagnalisti

Logo_UNU_ftp

Peningar, störf eða matur? Hver þarfnast sjávarútvegsins og hvers vegna? - 29.4.2015

Ian Goulding, sérfræðingur í fiski, fiskvinnslu og þáttum sem tengjast stjórnun fiskveiða, hélt fyrir stuttu fyrirlestur í húsakynnum Matís en hann var hér staddur á vegum Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna ( UNU-FTP)

Sjávarútvegur: hamlandi vöxtur baktería með kítósan - 24.4.2015

Nú er verkefninu „Meðferð við rót vandans“ lokið en markmið þess var að staðfesta notkunareiginleika kítósan meðhöndlunar á sjávarfangi til að auka gæði og geymsluþol. Kítósan er stórsameind sem unnin er úr kítíni sem er uppistöðuefnið í skeljum skordýra og skeldýra í sjó.

Verðmætaaukandi tækni – þurrkun uppsjávarfisks - 20.4.2015

Stór hluti loðnu, kolmunna og spærlings sem veitt er hér við land er nýttur til mjöl- og lýsisvinnslu og þá aðallega til fóðurframleiðslu. Lítið er gert af því að vinna aflann í verðmætari afurðir, þó einhverjar þreifingar í þá átt hafi verið fyrir hendi síðustu ár. Fullnýting afla er lykilmál fyrir íslenskar útgerðir og því er mikilvægt að auka virði á smáfiskaafla.

Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegsins - 17.4.2015

Sjávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti og hafa íslensk fyrirtæki unnið metnaðarfullt og merkilegt starf á því sviði.

UNA Skincare - við leitum að samstarfsaðilum - 15.4.2015

UNA skincare húðvörurnar hafa verið á Íslandsmarkaði síðan 2012 og þegar er hafin markaðssetning og sala á erlendum mörkuðum. UNA skincare ehf. er nýtt fyrirtæki stofnað innan Matís ohf. sem er stærsti hluthafinn.

Hvernig má bæta samkeppnishæfni í virðiskeðju sjávarafurða? - 13.4.2015

Matís opnar á morgun stórt verkefni úr ranni 8. rammaáætlunar Evrópu á sviði rannsókna og þróunar (Horizon 2020). Verkefnið snýst um framleiðslu sjávarafurða og hvernig bæta má samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðamarkaði. Því er stjórnað af dr. Guðmundi Stefánssyni, fagstjóra á Matís og er styrkur Horizon 2020 vegna verkefnisins um 750 milljónir króna. Verkefnið er það þriðja á fáum árum sem Matís stjórnar á sviði virðiskeðju sjávarfangs innan Evrópu (EcoFishMan og MareFrame).

Matís tekur þátt í POLSHIFTS ráðstefnunni - 13.4.2015

POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015 | Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Ný tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin – Ísland dæmi í nýrri skýrslu FAO um hvar vel hefur tekist til - 9.4.2015

Að mati Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) liggja mikil tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin, ekki hvað síst til matvælaframleiðslu t.d. þurrkun afurða og í annarri matvælavinnslu.

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf - nú fyrir öll stærstu stýrikerfin - 8.4.2015

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla.

DNA greiningaraðferðir notaðar við að skilja betur mikilvæga þætti í fiskeldi - 7.4.2015

Verkefnið SustainLarvae hófst formlega nú fyrir stuttu með upphafsfundi á höfuðstöðvum Matís.  Verkefnið er til þriggja ára og eru þátttakendur verkefnisins þrír. Matís og Sæbýli frá Íslandi, ásamt FishVet Group frá Bretlandi. 


Fréttir