Fréttasafn: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

Meirihlutinn í Marinox seldur - 26.2.2015

Gengið hefur verið frá samningi um kaup írska fyrirtækisins Marigot, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, á 60% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Marinox ehf., sem er í eigu Matís ohf. og tveggja lykilstjórnenda þar. Gefið verður út nýtt hlutafé fyrir hlut Marigot í kjölfarið.

FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges

NordBio - Nordic Bioeconomy - áætlun og verkefni - 24.2.2015

Boðað er til opins kynningarfundar þar sem NordBio áætlunin og verkefni hennar verða kynnt en Norræna lífhagkerfið (NordBio) er forgangsverkefni í formenskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins 2015 - 22.2.2015

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins 2015 en úrslitin voru kynnt sl. fimmtudag á Menntadegi atvinnulífsins sem Samtök atvinnulífsins standa að ásamt aðildarfélögum sínum, SFS, SVÞ, SF, SFF, SI, Samorku og SAF.

Athyglisverð skynmatsráðstefna í Noregi í maí 2015. - 18.2.2015

Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur Nordic Sensory Workshop sem fjalla að mestu um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís  tekið þátt í undirbúningi þeirra. Næsta ráðstefna verður haldin í Osló 11. og 12. maí nk. og ber hún yfirskriftina: Bragð framtíðarinnar (e. A Taste of the Future).

Mikil tækifæri í matvælaframleiðslu - 17.2.2015

„Ég sé mikil tækifæri fyrir Íslendinga í matvælaframleiðslu og ég held að við ættum að horfa til þess sem Svíar hafa verið að gera með verkefninu Matlandet Sverige,“ segir Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Nautnir norðursins tilnefndar til Edduverðlauna - 13.2.2015

Þátturinn Nautnir norðursins er tilnefndur til Edduverðlauna sem besti lífsstílsþáttur ársins 2014 en þátturinn er framleiddur af Sagafilm fyrir RÚV, NRK, YLE og Kringvarp í Færeyjum og er Matís meðframleiðandi þáttanna.

Tvær spennandi vísindagreinar koma út rafrænt í Icel. Agric. Sci. - 11.2.2015

Nú eru fyrstu tvær greinarnar í hefti þessa árs af Icelandic Agricultural Sciences komnar út á netinu.

Logo_UNU_ftp

Fyrirlestrar á vegum Sameinuðu þjóðanna - 10.2.2015

Ian Goulding, sérfræðingur í fiski, fiskvinnslu og þáttum sem tengjast stjórnun fiskveiða, heldur fyrirlestra í húsakynnum Matís 14. – 18. febrúar nk. Um er að ræða fjóra hádegisfyrirlestra um mismunandi efni. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og eru þeir ölum opnir. Fyrirlestraröðin er í boði Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna en fyrirlestrarnir eru haldnir í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12.

Horizon 2020

Matís tekur þátt í enn einu verkefni sem tengist fiskveiðistjórnun í Evrópu - 9.2.2015

Fyrsta verkefni Matís í nýju Horizon 2020 rannsóknaáætluninni að hefjast. Matís er þátttakandi í nýju 2.7 milljón Evra verkefni sem er fjármagnað af Horizon 2020, nýju rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópu.

Salmonella-mengun í alifuglum mun sjaldgæfari hér á landi - 2.2.2015

Tíðni Salmonella-mengun í alifuglafurðum á Íslandi hefur lækkað mjög á síðustu áratugum og er nú svo komið að smit í alifuglaafurðum á markaði á Íslandi er mjög sjaldgæft og mun lægra en þekkist í flestum löndum í heiminum. 


Fréttir