Fréttasafn: janúar 2015

Fyrirsagnalisti

Okkar rannsóknir – allra hagur - 29.1.2015

Aukið erlent samstarf einkenndi starfsemi Matís á árinu 2014. Alþjóðleg samvinna víkkar sjóndeildarhringinn, styrkir þekkingu og hæfni starfsmanna og styður við verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði, bæði innanlands og utan. Alþjóðleg verkefni styðja ekki einungis vísindamenn og starfandi fyrirtæki, heldur styrkja einnig byggðaþróun með tilurð afleidds atvinnurekstrar, nýrra starfa og alþjóðlegra viðskiptatengsla fyrir fyrirtæki.

Matís veitir ráðgjöf til Kanada - 26.1.2015

Alþjóðlegt samstarf hefur aukist jafnt og þétt í starfsemi Matís frá því að fyrirtækið tók til starfa í janúar 2007. Á þessum tíma hefur Matís m.a. átt í samstarfi við Norræna nýsköpunarsjóðinn (e. Nordic Innovation), PepsiCo., alþjóðlega sjóði um þróunaraðstoð, erlenda háskóla og Evrópusambandið, m.a. varðandi hvernig bæta mætti fiskveiðistjórnun sambandsins (EcoFishMan), svo fátt eitt sé nefnt. 

Mjólkursamsalan og Matís gera samstarfssamning um rannsóknir á skyri og mysu - 23.1.2015

Þann 21. janúar sl. undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um.

Ísland í ótrúlegri stöðu hvað líftækni og lífefni varðar - 23.1.2015

Sérstaða Íslands þegar kemur að líftækni og lífefnum er fjölbreytileiki náttúrunnar og sérkenni landsins, því hefur einnig verið lögð áhersla á að rannsaka örverur sem lifa á hverasvæðum og á landgrunni Íslands. Hér er því verið að vinna með einstök lífefni sem ekki þekkjast annars staðar.

Lífhagkerfið snertir allt líf á jörðinni - 21.1.2015

„Ísland hefur á formennskuári sínu í Norrænu ráðherranefndinni lagt áherslu á Norræna lífhagkerfið og sett af stað nokkur rannsóknaverkefni á því sviði. Markmið þessara verkefna er m.a. að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir okkar betur og koma í veg fyrir sóun“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Eitt verkefna Matís vekur athygli hjá framkvæmdastjórn ESB - 20.1.2015

Matís gegnir forystuhlutverki í umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem vakið hefur athygli innan framkvæmdastjórnar ESB og hefur verkefnið, sem kallast Amylomics, verið valið eitt þeirra verkefna sem standa upp úr öllum þeim fjölda sem framkvæmdastjórnin styrkir ár hvert (Sucess story).

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara - 19.1.2015

Hér við land er víða að finna beltisþara (Saccharina latissima) í töluverðu magni en sennilega er hvergi jafnmikið af honum og í Breiðafirði. Hugmyndir hafa verið uppi um mögulega nýtingu beltisþara og því var ráðist í rannsóknir á þeim atriðum sem hafa þarf í huga til að fá sem besta vöru úr hráefninu.

Íslenska útgáfa ársskýrslu Matís 2014 er komin út - 16.1.2015

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að stóru leyti að  lífhagkerfinu en árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Umræða um lífhagkerfið hefur aukist að undanförnu - 16.1.2015

Til að bæta samfellu og samvirkni í málaflokkum sem tengjast líftækni og ryðja brautina fyrir fleiri nýjungar stofnaði Evrópusambandið Evrópska lífhagkerfisráðið, European Bioeconomy Panel. Rannsóknastjóra Matís, Herði G. Kristinssyni,  var boðið að sitja í ráðinu en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag.

Arsenic

Framtíð íslenskra vísindamanna er björt - 14.1.2015

Samstarf við menntastofnanir og starfsþjálfun nemenda er einn af mikilvægu þáttunum í starfsemi Matís. Með því er Matís ekki bara að auðvelda nemendum og þeim sem eru ný útskrifaðir að fá tækifæri til frekari þekkingaröflunar heldur er Matís að fylgja eftir áherslum sínum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.

Síða 1 af 2

Fréttir